6.12.2009 | 20:21
Og allt í réttri röð.
Aldnir sveinar erum við
ansi baldnir forðum,
héldum lengi sama sið
sagt í fáum orðum.
Á það benda aðeins vil
allar kenndir spilltar,
ýmsa hrekki áttum til
engir þokkapiltar.
Fórum við um foldarbyggð
fundum minni bökin,
enga virðum annars dyggð
eflum fantatökin.
Valdasleikir fyrstur fór
finnur ýmsar leiðir,
annar nefnist yfirklór
einagt flækjur greiðir.
Bindum fjötur Bankagaur
býsna oft á veiðum,
rænir glaður annars aur
oft á dimmum leiðum.
Hans er staðan varla veik
víða tekur spretti,
kvikan nefni Kúluleik
kunni ýmsa pretti.
Allt er bruðlið upp á gátt
innan landsins skerja,
Hagagægir hefur átt
hagsmuni að verja.
Geyma flokkar gamlan streng
greini furðu stundin,
Erfðakvóti eflir feng
orft í braski fundin.
Kann því margur kvíðasár
kostnað axlar þjóðin,
er Tryggingargrani grár
greypum hrifsar sjóðinn.
Er frá ölluláni laus
lá í móki kyrru,
Stjórnardoði hengir haus
hafnar engri fyrru.
Eigenduna efla bar
átti hjálpar tökin,
Fréttasnata frasinn var
freðinn, efnistökin.
Eftirlitið ófært tel
annar meðan plottar,
ekki reyndist vinna vel
Vökustaurinn dottar.
Lagði víða lúmskann streng
lítt við greiða kenndur,
Sjóðaraumur sendir feng
suður aflandsstrendur.
Okurkraka kenna menn
Kvíði fylgir honum,
banka jafna birtist, enn
býr í verslunonum.
Bankastjóra vitið valt
virtist tæpast með,
Sjensagutti sótti allt
sukkið, eflir veð.
[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
loathor
-
axelthor
-
baldvinj
-
kaffi
-
virtualdori
-
folkerfifl
-
gebbo
-
neytendatalsmadur
-
stjornarskrain
-
gudni-is
-
sannleikur
-
zumann
-
gunnarggg
-
tudarinn
-
hallgrimurg
-
helena
-
810
-
ringarinn
-
ingabesta
-
jonaa
-
fiski
-
nonniblogg
-
jonvalurjensson
-
kolbrunb
-
ksh
-
krist
-
lindagisla
-
wonderwoman
-
altice
-
korntop
-
noosus
-
magnusthor
-
martasmarta
-
svarthamar
-
framtid
-
sigurdursig
-
siggisig
-
stjornlagathing
-
lehamzdr
-
svanurkari
-
svavarthai
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
vincentvega
-
sailor
-
olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.