Hvað er maður náttúruverndarsinni langt?

Það er svo skrítið að þegar einhverjum dettur í hug að reysa mannvirki, virkjun t.d. þar sem fyrir eru mannvirki bæði íbúðarhús og gripahús svo og brýr og ekkert af því er hluti af náttúrunni eða uppahflegu umhverfi, þá ætlar annar hver maður af límingunum, án þess að hafa kynnt sér málið nokkuð rjúka "náttúruverndarsinnar" út og suður með skoðannir sínar sem oftar enn ekki eru bara fordómar og oftar en ekki af því að viðkomandi mannvirki tilheyri ekki umhverfi eða náttúrunni þó svo að bæði sé búið að byggja og umbylta heilu héruðunum.

Ég veit ekki enn hver sjónmengunnarmunurinn er á skógi og vatni umhverfislega séð, ef á að virkja er það umhverfismengun en enginn segir neitt við því að heilu jarðirnar fara undir skóga og teppa útsýni, sem við erum einmitt að selja erlendum ferðamönnum.

Það sem ég er þó aðallega að velta fyrir mér er að það heyrist ekkert í náttúruverndarsinnum varðandi fiskveiðar t.d. en trollveiðarfæri hafa nú í rúma fimm áratugi skafið sjávarbotninn umhverfis landið, með tilheyrandi náttúruspjöllum og afleiðingum öðrum og ekki heyrist mikið í náttúruverndarsinnum og ekki standa þau við hliðina á mönnum sem reyna að láta heyra í sér um þau náttúrverndarslys, en þannig er það í mínum haus að þessi veiðarfæri hvorki tilheyri óspilltri náttúru né því umhverfi sem þau eru notuð í og ekkert heyrist í náttúruverndarsinnum um hugsanlegann innflutning á fersku kjöti sem nú stendur til að samþykkja á Alþingi að leyfður verði, en þar er verið að tala um innflutning á bæði kjöti af dýrum sem ekki tilheyra okkar umhverfi og ekki síður innflutning á bakteríum og veirum sem ekki tilheyra okkar umhverfi.

Utanvegaakstur er ekki til sóma og sjást slík spor að því er virðist eilíflega og þegar hjólför sjást annarstaðar en þau eiga að sjást verða annsi margir pirraðir, eðlilega og oftar en ekki fara ýmsir að tala um "þetta jeppafólk" en engar athugasemdir koma fram um það að margir hrossahópar, sem telja tugi hver, séu reknir framm og til baka, margsinnis yfir sumarið og í öllum veðrum, um landið þvert og endilangt á eftir ferðamannahópum sem eru að kaupa ósnerta náttúru og ekki síst víðsýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Högni minn !

O jæja; alltént, minni ég þig, á spjall okkar, fyrr í sumar, hvar þú nefndir, meðal annars, áhuga Barðstrendinga, á sjálfsagðri olíuhreinsistöð, þar vestra.

Með beztu kveðjum; sem fyrr, að hálendismörkum /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Högni.

Ég er mjög svo sammála þér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2008 kl. 02:27

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú þannig er það Óskar Helgi að okkur fjölgar og við verðum að halda áfram, spurningin er kannsi hve hratt og ég get alveg skilið Barðstrendinga að vilja einhverskonar stórfyrirtæki til sín því að það mun gjörbreyta þar öllum lífsgæðum.

Takk fyrir það Guðrún, þetta eru vangaveltur sem eru styttar og stílfærðar eftir kaffispjall við góðann vin minn, nágranna og oftar en ekki skoðannabróður þó frammsóknarmaður sé.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.9.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 82256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband