27.12.2009 | 23:20
Kæru Alþingismenn og Herra Forseti Íslands
Þið eigið ekki landið, þið eigið ekki ríkissjóð, við þjóðin erum ekki ykkar þrælar, þið eruð fulltrúar okkar á alþingi og þangað send af okkur til að sinna þeim störfum sem til falla þar og með þeim hætti sem þið sjálf söggðust mundu gera í síðustu kosningabaráttu og ekki síst eftir lögum um dreingskap og sannfæringu en ekki eiginhagsmunum ykkar, vina og vandamanna eða valdagræðgi.
Nú hefur þing verið hreint með ólíkindum frá síðustu kosningum, þið hafið hagað ykkur eins og fífl, verandi að eiga heita að vera orðin fullorðin, þið skiptið ykkur í tvo hópa algerlega eftir línum flokks og annara hagsmunaeigenda en gáið ekkert að hagsmunum þjóðarinnar, nákvæmlega ekki neitt. Það getur ekki verið eðli svo stórs máls sem Icesave er og annarra erlendra skuldavandamála að þingmenn skiptist í tvennt eftir flokkslínum, í svo stóru máli eiga þingmenn þjóðarinnar að setjast saman niður og finna á því leysannlegann flöt og leggja til hliðar hroka og heimsku.
Það voru nokkrir enstaklingar sem ollu þessu tjóni og það er gjörsamlega ólíðandi að nokkrir þingmenn komi því alfarið á fjölskyldurnar í landinu án þess að við fáum nokkuð um það að segja eða vita og það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar þegnanna sem ykkur kusum að þið anið ekki að neinu sem ekki verður bætt og að við verðum upplýst um alla þætti málsins fyrir atkvæðagreiðslu um málið.
Það hlýtur að vera krafa okkar kjósenda að þið þingmenn sem hafið sýnt okkur þann hroka og þá fyrirlitningu að ætla að binda okkur skuldaklyfjum, án þess að þið takið neitt annað til greina enn eigin hagsmuni og án þess að þið notið neitt annað en ykkar dæmalausu heimsku til að taka ákvarðannir eftir, sýnið af ykkur þann drengskap að segja af ykkur tafarlaust og efna til kosninga.
Herra forseti þú getur ekki verið svo skyni skroppinn að sjá ekki að þingheimur er ekki að ráða við verkefnið og þú hlýtur að sjá það að skynsamlegast í stöðunni er að leysa upp þing og setja starfsstjórn eða svokallaða neyðarstjórn þar sem enginn kemur að sem komið hefur að pólitík og eða á neinna annara hagsmuna að gæta og allra síst einhver vinur ykkar þinn eða alþingismanna.
Alþingismenn og Forseti sýnið af ykkur manndóm og hættið að bulla um að hitt og þetta svo hræðilegt gerist eða það er ekki önnur leið til, þið vitið betur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2009 | 19:37
Vinstri félagshyggjustjórn..........
Þetta er bráðgóð hugmynd því að það á líka að leggja helmingnum af sjúkrabílunum og ef að við leggjum þeim alveg og enginn verður fluttur á sjúkrahús af þessum svæðum nema með einkabílum þá verður ekki nema einn og einn sjúkklingur og ekkert þeirra yrði bráðatilfelli, því að þau kæmust að öllum lýkindum aldrei á sjúkrahús og þar byrjar sparnaðurinn í raun og veru og hægt verður að segja enn fleiri upp með vorinu.
Við verðum að koma þessari ríkisstjórn frá hún er þjóðinni hættuleg.
![]() |
Spara má með lokun fæðingardeilda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.12.2009 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2009 | 17:52
Vegna hálku?
Tekur hálkan bara Dodge pikup í dag, hvaða tegund ætli það hafi verið sem var verið að fara framúr og fór ekki útaf en sama hálkan var undir honum.
Ég veit ekki afhverju hann fór útaf en ég er viss um að alltof margir vita ekki hvað pikup og jeppar geta verið varhugaverðir í hálku og ég veit ekki hvernig dekkjum bíllin er á og ég veit ekki hvort hann var í fjórhjóladrifinu og ég veit ekki á hvaða hraða hann var, svo ég hef ekki forsendur til að segja til um hvað í rauninni olli, ég veit ekki einu sinni um hæfni viðkomandi ökumanns, en ég veit að hálkan olli ekki útafakstrinum.
![]() |
Bílvelta á Eyrarbakkavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2009 | 13:35
Kjósendur eru fífl.
Það er sko enginn vandi fyrir Steingrím Joð að útskýra hvað sem er fyrir sínum kjósendum, það sést nú hvernig þingmenn og kjósendur láta hann vaða með sig yfir ályktanir og prinsipp VG og kjósendur VG gera eingar kröfur til hans um árangur, það eina sem hann þarf að segja, þetta var allt Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Og þannig er það líka hjá Samfylkingunni.
Þetta finnst mér ekki nóg og að það eigi að halda huglausri og gagnslausri í alla staði bara af því að annars kæmist sjálfstæðisflokkurinn að, er ekki nóg ástæða.
Þessi ríkisstjórn verður að fara frá hið fyrsta því að hún er þjóðinni hættuleg.
![]() |
160 milljarðar inn á skuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2009 | 20:21
Og allt í réttri röð.
Aldnir sveinar erum við
ansi baldnir forðum,
héldum lengi sama sið
sagt í fáum orðum.
Á það benda aðeins vil
allar kenndir spilltar,
ýmsa hrekki áttum til
engir þokkapiltar.
Fórum við um foldarbyggð
fundum minni bökin,
enga virðum annars dyggð
eflum fantatökin.
Valdasleikir fyrstur fór
finnur ýmsar leiðir,
annar nefnist yfirklór
einagt flækjur greiðir.
Bindum fjötur Bankagaur
býsna oft á veiðum,
rænir glaður annars aur
oft á dimmum leiðum.
Hans er staðan varla veik
víða tekur spretti,
kvikan nefni Kúluleik
kunni ýmsa pretti.
Allt er bruðlið upp á gátt
innan landsins skerja,
Hagagægir hefur átt
hagsmuni að verja.
Geyma flokkar gamlan streng
greini furðu stundin,
Erfðakvóti eflir feng
orft í braski fundin.
Kann því margur kvíðasár
kostnað axlar þjóðin,
er Tryggingargrani grár
greypum hrifsar sjóðinn.
Er frá ölluláni laus
lá í móki kyrru,
Stjórnardoði hengir haus
hafnar engri fyrru.
Eigenduna efla bar
átti hjálpar tökin,
Fréttasnata frasinn var
freðinn, efnistökin.
Eftirlitið ófært tel
annar meðan plottar,
ekki reyndist vinna vel
Vökustaurinn dottar.
Lagði víða lúmskann streng
lítt við greiða kenndur,
Sjóðaraumur sendir feng
suður aflandsstrendur.
Okurkraka kenna menn
Kvíði fylgir honum,
banka jafna birtist, enn
býr í verslunonum.
Bankastjóra vitið valt
virtist tæpast með,
Sjensagutti sótti allt
sukkið, eflir veð.
[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2009 | 15:00
Jæja, hvern er verið að kaupa?
![]() |
Óvissa um 54 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 22:18
Meiri kveðskapur úr Galtalæk.
Kann því margur kvíðasár
kostnað axlar þjóðin,
er Tryggingargrani grár
greypum hrifsar sjóðinn.
Er frá ölluláni laus
lá í móki kyrru,
Stjórnardoði hengir haus
hafnar engri fyrru.
Eigenduna efla bar
átti hjálpar tökin,
Fréttasnata frasinn var
freðinn, efnistökin.
[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 11:22
Hvar eru blaðamenn Íslands?
![]() |
Hótanir ekki frá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2009 | 13:24
Í mínum huga.............
![]() |
Yndislega ótrúlega ómerkilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2009 | 22:36
Fleiri vísur fyrir svefninn.
Bindum fjötur Bankagaur
býsna oft á veiðum,
rænir glaður annars aur
oft á dimmum leiðum.
Hans er staðan varla veik
víða tekur spretti,
kvikan nefni Kúluleik
kunni ýmsa pretti.
Allt er bruðlið upp á gátt
innan landsins skerja,
Hagagægir hefur átt
hagsmuni að verja.
Geyma flokkar gamlan streng
greini furðu stundin,
Erfðakvóti eflir feng
orft í braski fundin.
[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]
Bloggar | Breytt 2.12.2009 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
loathor
-
axelthor
-
baldvinj
-
kaffi
-
virtualdori
-
folkerfifl
-
gebbo
-
neytendatalsmadur
-
stjornarskrain
-
gudni-is
-
sannleikur
-
zumann
-
gunnarggg
-
tudarinn
-
hallgrimurg
-
helena
-
810
-
ringarinn
-
ingabesta
-
jonaa
-
fiski
-
nonniblogg
-
jonvalurjensson
-
kolbrunb
-
ksh
-
krist
-
lindagisla
-
wonderwoman
-
altice
-
korntop
-
noosus
-
magnusthor
-
martasmarta
-
svarthamar
-
framtid
-
sigurdursig
-
siggisig
-
stjornlagathing
-
lehamzdr
-
svanurkari
-
svavarthai
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
vincentvega
-
sailor
-
olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 82562
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar