Jæja, hvern er verið að kaupa?

Er Samfylkingin að kaupa Lilju Móses eða Ögmund eða Atla Gísla eða öll, til fylgis við Icesave?
mbl.is Óvissa um 54 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri kveðskapur úr Galtalæk.

Kann því margur kvíðasár

kostnað axlar þjóðin,

er Tryggingargrani grár

greypum hrifsar sjóðinn.

 

Er frá ölluláni laus

lá í móki kyrru,

Stjórnardoði hengir haus

hafnar engri fyrru.

 

Eigenduna efla bar

átti hjálpar tökin,

Fréttasnata frasinn var

freðinn, efnistökin.

[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]


Hvar eru blaðamenn Íslands?

Það bullar endalaust þetta stjórnarlið og allt mjög misvísandi umræður, stutt er síðan Gunnar Sigurðsson kom með bréf sem hann fékk frá AGS og var þar að sjá önnur svör en ráðherrar höfðu gefið um aðkomu AGS að Icesave og lánum frá norðurlöndunum og enn eru ráðherrar með misvísandi frásagnir af hótunum eða ekki hótunum frá ESB, hvernig væri nú að einhverjir blaðamenn sökkvi sér ofan í hvað er satt og hvað ekki í þessum málum, hver er að ljúga, það eru einhverjir að ljúga í þessum málum, er í lagi að ráðherrar og alþingismenn ljúgi bara út og suður að þjóðinni, þau eru starfsmenn okkar ekki eigendur.
mbl.is Hótanir ekki frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í mínum huga.............

..........er Steingrímur Joð óskaplega eitthvað mislukkaður pólitíkus og þó er Jóhanna sínu verri, en það er svo ótrúlega margt sem mér er ekki ætlað að skilja, eins og það til dæmis að þingmenn skiptist í tvo hópa eftir "litum" en ekki þverpólitískt í svona stóru máli.
mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri vísur fyrir svefninn.

Bindum fjötur Bankagaur

býsna oft á veiðum,

rænir glaður annars aur

oft á dimmum leiðum.

 

Hans er staðan varla veik

víða tekur spretti,

kvikan nefni Kúluleik

kunni ýmsa pretti.

 

Allt er bruðlið upp á gátt

innan landsins skerja,

Hagagægir hefur átt

hagsmuni að verja.

 

Geyma flokkar gamlan streng

greini furðu stundin,

Erfðakvóti eflir feng

orft í braski fundin.

[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]


Það er ljótt að bendla jólasveina við suma sveina, þó í vísum sé.

Aldnir sveinar erum við

ansi baldnir forðum,

héldum lengi sama sið

sagt í fáum orðum.

 

Á það benda aðeins vil

allar kenndir spilltar,

ýmsa hrekki áttum til

engir þokkapiltar.

 

Fórum við um foldarbyggð

fundum minni bökin,

enga virðum annars dyggð

eflum fantatökin.

 

Valdasleikir fyrstur fór

finnur ýmsar leiðir,

annar nefnist yfirklór

einagt flækjur greiðir.

[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]

 


Huglaus ríkisstjórn og því hættuleg þjóðinni.

Það má ekki með nokkru móti taka neina áhættu á að stiggja ESB, því fyr sem þessi ríkisstjórn fer frá því betra.

Og svo eru það hefðirnar, maður lifandi, það má ekki tala við þetta hyski nema með ákveðnum hætti af ótta við ESB báknið.


mbl.is Vill að ráðherrar ræði við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

liturinn eskan, liturinn.

Alltof margir þingmenn geta í langflestum tilfellum svarað þessari spurningu, það var liturinn eskan mín, það var bara spurt að því hver bar frumvarpið Fram, ekki hvað var í því og farðu svo út að leika þér.


mbl.is Hvað sagði amma um Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur,

stuðningur við Sjálfstæðismenn hefur aukist og það er ekki síst vegna Icesave málsins en það er líka aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og skattastefna sem veldur.

Andstaða við ESB eykst og andstaða við Icesave samninginn eykst og andstaða við skattastefnuna eykst og pirringur vegna aðgerðarleysis eykst, niðurstaðan er að við erum fleiri og fleiri sem viljum ríkisstjórnina frá, Árni Páll er svo gott sem búinn að eyðileggja velferðakerfið.

Vinstri félagshyggjustjórnin er með allt niðrum sig.


mbl.is Þinginu haldið í gíslingu málþófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum lifað frostavetur áður.

Við þurfum ekki þessi lán, mjög einfalt, það liggur meira á að koma útflutningsgreinunum og atvinnulífinu yfirleitt í gang og taka á útgerðinni og vinnslunni sem geymir gjaldeyri í sverum upphæðum í útlöndum.

http://www.hjariveraldar.is/


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband