14.1.2010 | 18:25
Er þetta ekki komið gott?
Ég held að fólk vilji ekki fá beina lýsingu þaðan, þau eru að starfa við ömurlegar aðstæður, förum ekki að telja lifendur og dauða, í beinni.
Ég er stoltur af okkar fólki þarna og af okkar stjórnvöldum að taka þessa ákvörðun og svona hratt og nú getum við ekki gert annað en að senda öllum þeim sem eru að vinna þarna og fyrir þau og svo íbúum Haítí okkar bestu strauma og látum af hendi í söfnun þau okkar sem eru aflögufær hin okkar sem ekki eru aflögufær með pening senda hlýja strauma.
Fleirum bjargað úr húsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.1.2010 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2010 | 18:18
Það sem Hreyfingin hefur komið að.
1. Afhjúpun laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
2. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna skipaður í starfshóp á vegum félagsmálaráðuneytisins sem skal m.a. meta árangurinn af framkvæmd ofangreindra laga.
3. Þingmenn Hreyfingarinnar eru meðflutningsmenn á frumvarpi Lilju Mósesdóttur um breytingu um lögum um samningsveði (lyklafrumvarpið).
4. Talsmaður Hreyfingarinnar barðist fyrir því að frumvarp Eyglóar Harðardóttur um 4% þak á verðbótum fái eðlilega þinglega meðferð þegar formenn flokka og talsmaður Hreyfingarinnar sömdu um hvenær þing færi í frí fyrir jól. Það var skrifað upp á það í samningnum að málið fengi í þinglega meðferð þrátt fyrir að um það ríkti ekki þverpólitísk samstaða. Það ku vera algerlega einstakt. Málið verður tekið út úr nefnd 10. febrúar 2010.
Lýðræðisumbætur
5. Við komum inn ákvæði um Lýðræðisstofu og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu í þingsályktunartillögu um umsókn Íslands að Evrópusambandinu sumarið 2009.
6. Stimpluðum rækilega inn hugmyndir okkar um þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukjör og stjórnlagaþing þegar málin voru í fyrstu umræðu á þinginu haustið 2009.
7. Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur og frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum.
Icesave
8. Við eigum 8. greinina í fyrri Icesave lögunum sem kveðjur á um að nota alla tiltæka möguleika til að endurheimta fé frá eigendum og stjórnendum Landsbankans.
9. Lögðum fram formlega beiðni um að þingmenn fái að sjá eignasafn Landsbankans sem liggur að veði fyrir Icesave. Þetta höfum við gert ítrekað. Enginn nema skilanefndin hefur séð eignasafnið, ekki einu sinni fjármálaráðherra.
10. Formleg beiðni lögð fram um að skipuð verði þverpólitísk þingmannanefnd sem færi utan og fundaði með kollegum sínum til að kynna málstað og stöðu Íslendinga varðandi Icesave sem og heildarstöðu Íslands. Beiðnin hefur verið margítrekuð en málið virðist hafa verið svæft í nefnd. Hreyfingin vinnur þó enn að því.
11. Formleg beiðni lögð fram um að allri leynd verði létt af þeim gögnum Icesave nálsins sem eru þingmönnum til aflestrar í svokallaðri leynimöppu. Beiðninni var formlega hafnað af fjármálaráðherra. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa bæði úr ræðustól Alþingis og í persónulegum samtölum við aðra þingmenn brýnt fyrir þeim mikilvægi þess að þeir kynni sér rækileg tiltekin gögn málsins.
12. Fyrir tilstuðlan okkar var Franek Roswadowski, landstjóri AGS á Íslandi, fenginn á fund utanríkismálanefndar til að fá á hreint hvort að AGS hafi séð eignasafn Landsbankans og hann spurður út í bréfasamskipti hans og Indriða H. Þorlákssonar sem er að finna í leynimöppunni og var lekið á Wikileaks. Landstjórinn mátti reyndar ekki vita af því að verið væri að vitna í bréf hans en það var ljóst að hann var ekki allskostar heiðarlegur í sínum tilsvörum.
13. Hlutlaus miðlun upplýsinga í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samþykkt fyrir okkar tilstilli.
AGS og efnahagsmál
14. Þingsályktunartillaga lögð fram um mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
15. Settum rækilega mark okkar á bæði tekju- og útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins með ítarlegum tillögum um breyttar áherslur í skattheimtu með tillögum um skattlagningu á notkun auðlinda í stað almennra skattahækkana og með róttækum tillögum um niðurskurð útgjalda á ýmsum sviðum.
Ný stjórnmál; efling þingræðis og þverpólitískir starfshættir
16. Þingmenn Hreyfingarinar hafa opnað gluggann inn á þing með því að skrifa og ræða opinberlega um hvernig þingstörf gagna fyrir sig í raun og veru og með sanni má segja að almenningur hafi aldrei haft jafn gott tækifæri á að fylgjast með hvað er að gerast bak við tjöldin.
17. Við höfum skipað í nefndir á faglegum forsendum óháð því hvort þau sem við skipum séu stuðningsmenn Hreyfingarinnar eða ekki.
18. Það vorum við sem komum á fyrsta þverpólitíska fundinum varðandi Icesave fyrirvarana í sumar en á fundinn mættu jafnframt fulltrúar Indefence.
19. Sú nýbreytni að láta þingflokksformann jafnframt mæta á flokksformannafundi hefur verið gagnleg til að tryggja að stöðu þingsins, en með því móti er hægt að miðla milliliðalaust á þingflokksformannafundi hvað fór fram á formannafundi. Þannig er hægt að styrkja þingræðið, t.d. með því að mótmæla því að um eitthvað óraunhæft hafi verið samið á formannafundum því öllum ráðum er beitt til að framkvæmdavaldið stjórni þinginu. Því er mikilvægt þingsins vegna að þetta fyrirkomulag festi sit í sessi.
20. Talsmaður Hreyfingarinnar hefur neitað að mæta á fundi með formönnum stjórnarflokkanna nema að formenn stjórnarandstöðunnar mæti saman. Það er fyrir tilstuðlan okkar að fyrirsvarsmenn stjórnarandstöðunnar hafa sammælst um að mæta ávalt saman á fundi er varða Icesave og skipulag þingstarfa.
21. Vegna okkar hefur tungutakið breyst. Nú er orðræðan sú að talað er um formenn og talsmenn á foringja- og þingflokksformannafundum. Svona smáatriði skipta máli því þau breyta því hvernig við hugsum.
22. Við ákváðum í upphafi vinnu okkar á þinginu að brjóta upp þá hefð í matsalnum að þingmenn skipuðu sér til sætis eftir því í hvaða liði þeir væru, saman í flokki eða saman í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þetta framtak okkar hefur gjörbreytt því hvernig fólk hagar sér í matsalnum því valdajafnvægið hefur raskast. Það sama höfum við gert á nefndarfundum með góðum árangri.
23. Fyrir okkar tilstuðlan fékkst það í gegn að 3 þingmenn voru sendir á umverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Til stóð að senda eingöngu embættismenn úr ráðuneytunum sem er enn eitt dæmið um styrk framkvæmdavaldsins á kostnað Alþingis.
Uppgjör við hrunið
24. Við höfum veitt gríðarlega mikilvægt aðhald í sambandi við skipun þingmannanefndar sem er ætlað að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis í framhaldi af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Á endanum náðum við fram mikilvægum efnislegum breytingum sem snúast um að setja þak á fyrningu ráðherraábyrgðar í þessu máli og tímamörk á störf nefndarinnar. Við eigum mann í nefndinni og munum halda áfram að miðla upplýsingum til almennings um málið.
25. Þingmenn Hreyfingarinnar vöktu athygli á því hversu öfugsnúið það er að veita félagi, sem er að stórum hluta í eigu fyrrverandi eiganda Landsbankans, fyrirgreiðslu af hálfu ríkissins á borð við skattaívilnanir og orku á verði sem er svo lágt að það þolir enga skoðun þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um gagnsæi í orkusölusamningum.
Annað
26. Vöktum athygli á hugmyndinni um aðskilnað ríkis og kirkju með því að mæta ekki í þingmessu í tvígang.
27. Við aðhyllumst flatan strúkúr og höfum afþakkað formannslaun.
28. Aflað upplýsinga fyrir grasrótarhópa með því að leggja fram fyrirspurnir. Til dæmis varðandi kostnað opinberra aðila vegna hugbúnaðar og í málefnum sjúkraliða vegna vinnuálags.
Hvenær brestur stíflan á milli þjóðar og þings?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 14:00
Ó.
Matarkarfan næstódýrust á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2010 | 11:34
En tekjuþörf heimilanna?
Það virðist eiga að vera endalaust hægt að fara í tómar buddur heimilanna og reikna ríkissjóði tekjur með engu sem úr þeim buddum koma, það margt hægt að bralla með exel.
Það sem mér þykir verst er að þöngulhausunum í ríkisstjórninni og samtökum atvinnulífsins er að takast að kalla yfir sig öfluga byltingu frá fólkinu í landinu sem er búið að fá nóg af yfirgangi þessa fólks og endalausum þrjósku útúrsnúningi frá því.
Nauðsynlegt að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2010 | 11:28
Þetta er fólk til fyrirmyndar.
Afhenda forseta undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2009 | 23:20
Kæru Alþingismenn og Herra Forseti Íslands
Þið eigið ekki landið, þið eigið ekki ríkissjóð, við þjóðin erum ekki ykkar þrælar, þið eruð fulltrúar okkar á alþingi og þangað send af okkur til að sinna þeim störfum sem til falla þar og með þeim hætti sem þið sjálf söggðust mundu gera í síðustu kosningabaráttu og ekki síst eftir lögum um dreingskap og sannfæringu en ekki eiginhagsmunum ykkar, vina og vandamanna eða valdagræðgi.
Nú hefur þing verið hreint með ólíkindum frá síðustu kosningum, þið hafið hagað ykkur eins og fífl, verandi að eiga heita að vera orðin fullorðin, þið skiptið ykkur í tvo hópa algerlega eftir línum flokks og annara hagsmunaeigenda en gáið ekkert að hagsmunum þjóðarinnar, nákvæmlega ekki neitt. Það getur ekki verið eðli svo stórs máls sem Icesave er og annarra erlendra skuldavandamála að þingmenn skiptist í tvennt eftir flokkslínum, í svo stóru máli eiga þingmenn þjóðarinnar að setjast saman niður og finna á því leysannlegann flöt og leggja til hliðar hroka og heimsku.
Það voru nokkrir enstaklingar sem ollu þessu tjóni og það er gjörsamlega ólíðandi að nokkrir þingmenn komi því alfarið á fjölskyldurnar í landinu án þess að við fáum nokkuð um það að segja eða vita og það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar þegnanna sem ykkur kusum að þið anið ekki að neinu sem ekki verður bætt og að við verðum upplýst um alla þætti málsins fyrir atkvæðagreiðslu um málið.
Það hlýtur að vera krafa okkar kjósenda að þið þingmenn sem hafið sýnt okkur þann hroka og þá fyrirlitningu að ætla að binda okkur skuldaklyfjum, án þess að þið takið neitt annað til greina enn eigin hagsmuni og án þess að þið notið neitt annað en ykkar dæmalausu heimsku til að taka ákvarðannir eftir, sýnið af ykkur þann drengskap að segja af ykkur tafarlaust og efna til kosninga.
Herra forseti þú getur ekki verið svo skyni skroppinn að sjá ekki að þingheimur er ekki að ráða við verkefnið og þú hlýtur að sjá það að skynsamlegast í stöðunni er að leysa upp þing og setja starfsstjórn eða svokallaða neyðarstjórn þar sem enginn kemur að sem komið hefur að pólitík og eða á neinna annara hagsmuna að gæta og allra síst einhver vinur ykkar þinn eða alþingismanna.
Alþingismenn og Forseti sýnið af ykkur manndóm og hættið að bulla um að hitt og þetta svo hræðilegt gerist eða það er ekki önnur leið til, þið vitið betur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2009 | 19:37
Vinstri félagshyggjustjórn..........
Þetta er bráðgóð hugmynd því að það á líka að leggja helmingnum af sjúkrabílunum og ef að við leggjum þeim alveg og enginn verður fluttur á sjúkrahús af þessum svæðum nema með einkabílum þá verður ekki nema einn og einn sjúkklingur og ekkert þeirra yrði bráðatilfelli, því að þau kæmust að öllum lýkindum aldrei á sjúkrahús og þar byrjar sparnaðurinn í raun og veru og hægt verður að segja enn fleiri upp með vorinu.
Við verðum að koma þessari ríkisstjórn frá hún er þjóðinni hættuleg.
Spara má með lokun fæðingardeilda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.12.2009 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2009 | 17:52
Vegna hálku?
Tekur hálkan bara Dodge pikup í dag, hvaða tegund ætli það hafi verið sem var verið að fara framúr og fór ekki útaf en sama hálkan var undir honum.
Ég veit ekki afhverju hann fór útaf en ég er viss um að alltof margir vita ekki hvað pikup og jeppar geta verið varhugaverðir í hálku og ég veit ekki hvernig dekkjum bíllin er á og ég veit ekki hvort hann var í fjórhjóladrifinu og ég veit ekki á hvaða hraða hann var, svo ég hef ekki forsendur til að segja til um hvað í rauninni olli, ég veit ekki einu sinni um hæfni viðkomandi ökumanns, en ég veit að hálkan olli ekki útafakstrinum.
Bílvelta á Eyrarbakkavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2009 | 13:35
Kjósendur eru fífl.
Það er sko enginn vandi fyrir Steingrím Joð að útskýra hvað sem er fyrir sínum kjósendum, það sést nú hvernig þingmenn og kjósendur láta hann vaða með sig yfir ályktanir og prinsipp VG og kjósendur VG gera eingar kröfur til hans um árangur, það eina sem hann þarf að segja, þetta var allt Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Og þannig er það líka hjá Samfylkingunni.
Þetta finnst mér ekki nóg og að það eigi að halda huglausri og gagnslausri í alla staði bara af því að annars kæmist sjálfstæðisflokkurinn að, er ekki nóg ástæða.
Þessi ríkisstjórn verður að fara frá hið fyrsta því að hún er þjóðinni hættuleg.
160 milljarðar inn á skuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2009 | 20:21
Og allt í réttri röð.
Aldnir sveinar erum við
ansi baldnir forðum,
héldum lengi sama sið
sagt í fáum orðum.
Á það benda aðeins vil
allar kenndir spilltar,
ýmsa hrekki áttum til
engir þokkapiltar.
Fórum við um foldarbyggð
fundum minni bökin,
enga virðum annars dyggð
eflum fantatökin.
Valdasleikir fyrstur fór
finnur ýmsar leiðir,
annar nefnist yfirklór
einagt flækjur greiðir.
Bindum fjötur Bankagaur
býsna oft á veiðum,
rænir glaður annars aur
oft á dimmum leiðum.
Hans er staðan varla veik
víða tekur spretti,
kvikan nefni Kúluleik
kunni ýmsa pretti.
Allt er bruðlið upp á gátt
innan landsins skerja,
Hagagægir hefur átt
hagsmuni að verja.
Geyma flokkar gamlan streng
greini furðu stundin,
Erfðakvóti eflir feng
orft í braski fundin.
Kann því margur kvíðasár
kostnað axlar þjóðin,
er Tryggingargrani grár
greypum hrifsar sjóðinn.
Er frá ölluláni laus
lá í móki kyrru,
Stjórnardoði hengir haus
hafnar engri fyrru.
Eigenduna efla bar
átti hjálpar tökin,
Fréttasnata frasinn var
freðinn, efnistökin.
Eftirlitið ófært tel
annar meðan plottar,
ekki reyndist vinna vel
Vökustaurinn dottar.
Lagði víða lúmskann streng
lítt við greiða kenndur,
Sjóðaraumur sendir feng
suður aflandsstrendur.
Okurkraka kenna menn
Kvíði fylgir honum,
banka jafna birtist, enn
býr í verslunonum.
Bankastjóra vitið valt
virtist tæpast með,
Sjensagutti sótti allt
sukkið, eflir veð.
[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar