Bráðabyrðaframbúðar redding.

Ég tel ekki álitlegt að fara að breikka og breyta vegamótum á Suðurlandsvegi núna, frá Reykjavík að Selfossi, ég spyr mig að því hvort að það sé ekki ávísun á það að vegagerðin reyni að komast upp með það að vinna mun hægar að tvöföldun vegarins og þar með sé bráðabyrða mix orðið til frambúðar sem sagt bráðabyrðaframbúðar redding.

Hvað ætla menn svo að gera næst þegar slys verður á Suðurlandsvegi og það verður á milli vegamóta, ætla þeir þá að breikka veginn þar og svo áfram koll af kolli.

Það hefði auðvitað átt að vera löngubúið að ganga þannig frá þessum vegamótum að við þau öll væru afreinar, aðreinar og hjáreinar, en hvorki vegagerðin né aðrir sem með málið hafa að gera hér á Suðurlandi virka, þó svo að sumir gaspri ógurlega á meðan athyglin er og klæða sumir sig upp á meira að segja, en fátt er nú gáfulegt sem rúllar yfir tennurnar í þeim.

Ég mundi nú vilja sjá að vegagerðin fari núþegar í að breyta vegamótum austur af Selfossi svo ekki þurfi að redda þeim til bráðabyrða síðar.

Enn eins og ég hef áður sagt það breytir engu hvernig vegurinn lítur út ef að við ætlum að halda áfram að keyra eins fífl.


Bloggfærslur 16. ágúst 2008

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband