Ó

En í Fljótshlíð er nú samt ekki meiri "mengun" en það að þar býr fólk og starfar og þar eru sumarbústaðir fullir af fólki flestar helgar og í sumum er fólk alla daga, skeppnur eru á beit og sláttur gengur ágætlega, ferðaþjónustubændur eru þarna tilbúnir að taka á móti fólki en vegna neikvæðrar umræðu þora höfuðborgarbúar ekki austur fyrir fjall og þarna kemur enn eitt bullið, hvort það er blaðamaðurinn sem kemst svona klaufalega að orði eða er haldinn slíkri vanþekkingu að hann snýr orði Guðsmannsinns upp í neikvæðni veit ég ekki, ég trúi nú frekar að þessi Guðsóttanns maður bulli frekar því vani þeirra er að fara með fleypur.

Ekki það að mér er alveg sama hvar Hvítasunnufólk skemmtir sér og vona bara að þeirra hátíð takist vel en að Suðurland og þá Fljótshlíðin sé svo menguð að þangað sé ekki nokkrum manni sigandi er bara ekki rétt.

Er meirihluti höfuðborgarbúa svo einfaldur að halda að ef að hér væri ólíft að við værum þá hér eða eru þau orðin svo Evrópusinnuð að þau taka fréttir að utann framar fréttum að "heimann" víða úti í hinum stóra heimi heldur fólk að eyjan sé svo lítil að þjóðin hljóti öll að vera í mikilli hættu enda ekki nema rúmlega 300 þúsund manns svo það getur eiginnlega ekki verið mjög stór eyja sem þau byggja.

Amen


mbl.is Mót hvítasunnumanna flutt til Stykkishólms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú hræddur um að það sé flóknara en það...

Stafar líka af því að tækjabúnaður á við hljóðkerfið okkar þolir ekki minnstu ösku í loftinu. Þetta er bara hagræðing, svo hvorki fara Guðsmenn né fréttamenn með fleypur! Margt sem spilar hér inní.

Ingvar (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Umrenningur

Góður Högni að vanda. Það er ekki logið upp á vesalings late liðið í veikuvík.

Umrenningur, 12.7.2010 kl. 12:01

3 identicon

Ekki eru eyjamenn hættir við Þjóðhátíð vegna tækjabúnaðar sem þeir nota. Vindáttin mun oftar óhagstæðara fyrir þá heldur en Fljótshlíðina. Ég held bara að fólk sem býr ekki á svæðinu viti ekki hvað það er að tala um... Ég hvet alla Höfuðborgarbúa til að mæta í Fljóthlíðina til að kanna aðstæður. Ps. Ég bý sjálf í Fljóthlíðinni með tvö lítil börn og hef það mjög fínt. Hér spilum við golf alla daga og börnin úti að leika...

Erla Víðisdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:14

4 identicon

mér fynnst þetta heiskulegt hjá hvítasunnumönnum að hætta við mótið í fljótshlíðinni vegna þess að þetta eru tekju missir fyrir ferðabændur þarna og já eyjamenn halda þjóðhátíð og þeir héldu þjóðhátið meiri segja 1973 þegar eldgosið í heimaey var það þíðir að hvítasunnu fólk séu bra algjörarkerlingar og amma mín og fleirri ættingar búa í fljótshlíðinni og það er alltílagi með þau og amma mín er níræð og eru hvítasunnumenn ekki með stóra höll þarna og hvernig á þá öskufök rústa græunum þeirra þeir eru ekki einusinni úti heldur innanhús

Viktor (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:39

5 identicon

Þessi ákvörðun var tekin vegna margra ólíkra þátta. Tækin þola ekki fíngerða öskuna, eins og komið hefur fram, börn eru mis viðkvæm fyrir svona öskuryki og líka gamalt fólk. Það er aðeins annað mál að búa á staðnum og geta verið inni í lokuðu húsi þegar askan fýkur yfir allt eða vera kannski 4 sólarhringa í tjaldi með litla krakka sem þola kannski ekki hvað sem er. Svo var þessi ákvörðun tekin eftir að búið var að tala við íbúa á staðnum, veit ekki hvort allir voru sammála en allavega einn sem ég þekki vildi ekki þurfa að vera með börn úti í barnastarfinu í hvaða veðri sem er og mælti með flutningi. Þannig að þetta er ekki ákvörðun sem er tekin bara út í bláinn.

Bryndís (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta kallar maður að treysta Guði!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2010 kl. 13:02

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég skil reyndar vel þegar um svona hópa samkomur er að ræða þar sem dagskráin þarf að halda því að ef að þurt verður í viku eða svo fyrir umrædda helgi og svo gerir vinda þá fer askan á flakk og hefði viljað sjá þessa frétt orðaða eitthvað á þá leið að það væri vegna hættu á öskufoki og dagskráin þyrfti að halda og hópasamkomur eru skipulagðar með mikklum fyrirvara, en vegna mengunnar í því er alger þekkingarskortur.

En þeir höfuðborgarbúar sem fara í ferðalög bara sí sonna ættu hiklaust að fara austur og skoða "hamfarasvæðið" þar er margt að sjá, þar er aska og þar eru ummerki hamfara og þar er fólk að störfum og við leik, þar eru söfn opin og þar er afþreyging m.a. golf og veiði í Hellishólum, tjaldstæði og veitingasölur eru þarna um allt svo og allar tegundir af gistimöguleikum.

Ingvar þetta er auðvitað bara bull sem upp úr þér vellur, það er líklega í þessu tilfelli eins og öðrum þegar ,,heimskt er heimaalið.... á við heldurðu virkilega að við sveitavargurinn eigum ekki neinar græjur, það eru haldin böll og karaoki og ræður ofl. bæði í Hellishólum og Langbrók sem eru nú í sömu stefnu og Kotið frá Eyjafjallajökli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.7.2010 kl. 13:22

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bryndís, fyrirgefðu ég sá bara gleymdi innleginu frá þér fyrr í dag þegar ég setti inn aftur smá athugasemd.

Sko Bryndís það sem þú ert að segja er eitthvað sem þú hefur ekki almennilega gert þér grein fyrir og ekki væri betur fyrir mér komið heldur ef að ég væri að tala um stað sem ég hef ekki komið á við umræddar aðstæður og skal ég segja þér í einlægni að ég er sko ekki svo kurteys að ég þeggði ég þarf oft að gleypa ofan í mig tóma tjöru, jú jú sjálfsagt er betra að vera inni í húsi þegar öskufok er á þann stað sem viðkomandi eru en þið talið eins og að þetta sé svæði sem ætti að vera í einangrun vegna mengunar, það eru börn á svæðinu og það vill þannig til að í sveitinni býr venjulegt fólk og á venjulegar græjur eins og þið borgarbörnin.

En allavega eins og ég setti inn fyr í dag þá hefði mátt orða fréttina á annan hátt því að þanneigin er að í Fljótshlíðinni er engin mengun, jarðefni eins og gosaska og eða vikur er ekki mengun en þegar svona stór hátið er skipulöggð með löngum fyrirvara þá skil ég ákvörðunina því að það verður engu breytt daginn áður, ef að í ljós kæmi "vond" veðurspá og enda oft komið fólk í kotið nokkrum dögum áður en mótið sjálft hefst, en talandi um mengun þá finnst mér persónulega meiri mengun af ríkum borgarbörnum í hlíðinni en af náttúrulegum gosefnum.

Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og megi mótið ykkar takast sem best.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.7.2010 kl. 16:52

9 identicon

Tekinn var sú ákvörðun af okkar hendi og umboðsaðilla okkar að ekkert af okkar tækjum fara hvorki í fljótshlíðina eða til eyja vegna mikillar hættu á öskufjúki og þar sem tækjabúnaður okkar er flókinn og viðkvæmur og rafeindabúnaður gæti ekki þolað fíngerða öskuna einnig höfum við fengið meldingu að utan frá þeim umboðsaðillumm sem við verslum við að allar ábyrgðir falla úr gildi ef við erum með tækin í notkun þegar "Rykmengunn "aska" fer yfir tvöfalt hættumörk þeas hættumörk hafa verið mælst í fljótshlíðinni áttföld hættumörk og þá eftir gos ekki í gosinu sjálfu... annars er þetta skynsamleg ákvörðun að færa sig frekar enn að hætta við viðburðinn. ber vott um skynsemi....

luxor hljóð og ljósaleiga (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 22:32

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er alveg sammála því að það sé betra að flytja svo stóra hátíð með fyrirvara, en fréttin var slæm eða bara léleg, ég veit ekki hvort það var Hvítasunnusöfnuðurinn sem gaf það út að það væri vegna mengunnar eða hvort að blaðamaður hafi komist svona klaufalega að orði og bara svona upp á framtíðina Mr. Luxor að þá fíkur Landeyjasandur Fram og til baka í þurkum og vindum og sandfok hefur sést af Markafljótsaurunum og svo og ekki síst þá kemur slatti af sandi og leir í góðri norðann átt og þurkatíð yfir okkur Sunnlendinga, þannig að ég ráðlegg ykkur að fara ekki með þessar græjur ykkar austur fyrir fjall úr því að þær þola ekki Íslenskar aðstæður og vona að þið verðið ekki fyrir mikilli norðann át fyrir vestan því að þá gætu þið orðið fyrir sjávarmengunn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.7.2010 kl. 18:21

11 identicon

Sæll Högni.

Já fögur er Hlíðin og við förum nú ekki þaðan af engu.  Auðvitað snýst þetta ekki um tækjabúnað í alvöru (nema hjá nokkrum tækjaóðum félögum ), alkunn staðreynd að Hvítasunnumenn hafa haldið Kotmót næstum síðan áður en rafmagnið var fundið upp.  Hins vegar er það þannig að þegar einhver hundruð (og jafnvel þúsund) manns ætla að koma saman og tjalda með börn og hrukkudýr og alla, þá er bara einfaldlega betra að fara aðeins of varlega en aðeins of óvarlega.  Og eins og þú bentir réttilega á þá er svona stór samkunda ekki færð á einni nóttu. 

Þetta var einfaldlega klaufalega orðað,  hvort svo sem það var af blaðamanni eða Hvítasunnuforkólfi.  Annað eins hefur nú gerst og mun væntanlega gerast aftur. 
Hvítasunnukveðja í Fljótshlíðina fögru (sem ég hef heimsótt bæði meðan á gosi stóð og eftir það, og er ekkert hrædd við mengun þar)

Ella (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 19:49

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góð Ella, sérstaklega þetta með hrukkudýrin

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.7.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 82290

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband