Hvenær verður mengun mengun og er Íslensku akademíunni treystandi til að ganga frjáls?

Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég heyrði að vísindaakademían er að taka þátt í allskonar vitleysu bara til þess að gera eitthvað því að hún virðist vaða í peningum úr hinum ýmsu sjóðum, þau virðast fá styrk í allan fjandann.

Þessi dægrin tala menn um erfðabreittann Lax og velta fyrir sér hvort að það sé rétt að gera svona, en okkur fjölgar jú mjög hratt og eitthvað þarf að gera til þess að fæða fjöldann, enn ég tel þetta vera mengun og að það er ekki verið að hugsa um fjölda fólks heldur eins og oft áður fjölda peninga.

Núna er erfðabreytt bygg að vaxa vel og fjúka líka um Rangárvelli, en í Gunnarsholti var erfðabreyttu byggi sáð og er vaktað allann sólarhringinn, ég tel að þetta sé mengun þ.e. sáning erfðabreytts byggs, þetta er meira en kynbætur.

Núna standa Matís og Hrunamannahreppur fyrir því að fá að flytja inn í landið Tilapiu og ætla ala hana á Flúðum en draumur þeirra er að Tilapíu verði dreyft um allt land og þó svo að ég telji Þorskinn ekki hvítfisk framtíðarinnar þá tel ég þessa framkvæd vera mengun.

Tilapia er hvítfiskur sem alinn er í Asíu í tjörnum upphituðum af sólinni og hann fóðraður með afgöngum eins og hænsnaskít t.d. og í hann kasta fóðrinu fólk með nánast engin laun og honum er slátrað við aðstæður sem ekkert kosta og unninn af fólki sem fær ekki mikil laun, Tilapian þolir ekki hita undir 20°c. en kjörhiti hennar er um 25°c til 35°c.

Vísindafólk Íslands og sveitastjórn Hrunamannahrepps ætla að flytja inn fisk sem ekki á heima í Íslenskri náttúru og ætlar svo að keppa við "hræódýrann" fiskinn frá Asíu, markaðsverð í dag í evrópu er um 8 evrur kílóið af Premium flökum þ.e. þá erum við að tala um stjörnuflokks flök sem eru um 35% af fiskinum ef vel tekst til með flökunina, Tilapian vex vel í um 30°c hún er um það bil 10 til 12 mánuði að verða sláturfiskur og er þá um 1 kíló og fara um 350 gramma flök á 420 kr ísl. flakið, á markað við hliðina á hágæða vörum frá Íslandi þar sem menn eru að hamast við að halda uppi "standart"og verðum, en í samkeppni við vörur sem koma frá löndum sem framleiða þennan fisk fyrir nánast ekkert.Bleikjan er 12 til 14 mánuði í kílóið og nítingin er um 55% , 60% ef vel tekst til og verðin eru um 12 Evrur á mörkuðum í evrópu, en segjum að við slátrum 800 gramma Bleikju sem er algengt á Evrópu og er þá um 10 mánaða gömul og 55% nýting þá fer svipað flak á 990 krónur Ísl. flakið, hvort tveggja komið á markað í Frankfurt.

Skilaverð fyrir kílóið af bleikjuflökum í dag er um 1500 krónur.

Skilaverð fyrir kílóið af tilapiuflökum gætu verið í dag um 1250 krónur.

Kostnaður við flökun Tilpapíu er meiri en flökun Bleikju en ekki er vitað um eldiskostnað Tilapíu á Íslandi en ekkert bendir til að hann sé lægri en Bleikju, skilaverð á kíólið af Tilapiuflökum þyrfti að vera á um 1800 kr. ísl. til þess að þetta væri réttlætannlegt.

Við gátum ekki alið Lax sem þarf nú ekki nema 12°c en vísindakademian ætlar að ala fisk sem kostar ekkert að ala annarstaðar og á alls ekki heima í Íslenskri flóru, hingað var fluttur minkur á sínum tíma sem ekki átti að geta sloppið og eða lifað í Íslenskri náttúru og einnig var fluttur til landsins Regnbogasilungur sem ekki átti að sleppa og eða geta lifað við Íslenskar aðstæður hann lifir nú bara góðu lífi í villtri náttúru.

Ástæðan fyrir því að við ölum ekki Urriða eða Regnbogasilung sem er mjög auðveldur og ódýr í eldi, er að verðin í Evrópu eru lægri en við getum keppt við en forstjóri Matís með alla sína styrki ætlar að flytja inn og reyna að framleiða hræódýrann fisk og flytja út á hræódýrann markað með ærnum kostnaði og setja Íslenska fánann á og að öllum líkindum verðfella þá matvöru sem er verið að hamast við að selja á háum verðum, vegna þess og vegna hins sem að Íslenski fáninn stendur fyrir.

Ég hefði viljað sjá þessar milljónir sem fara sem styrkir í þessa vitleysu, fara í að gera tilraunir með flutningsaðferðir á Bleikju og öðrum matvælum þ.e. að reyna að finna möguleika á því að flytja þær vörur á erlenda markaði sjóleiðis með sem minnstum röskunum á gæðum vörunnar, því að eitt af stærstu vandamálum við útflutning er hvað flutningskostnaður er hár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Högni; æfinlega !

Þú staðfestir aðeins; réttilega, þá ískyggilegu þróun, eins og við ræddum um, um daginn, sem er að eiga sér stað, í stjórnsýslunni, og meðferð allra mála, þar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, að hálendismörkum, syðri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 82390

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband