Aðeins meira um umferðina og vegamál.

 

  Það skýn einhvernveginn í gegnum ansi margar greinar sem hafa verið ritaðar um umferðarmenningu og mannvirki að vandamálið sé úti í næsta húsi, einhverra hluta vegna breytist ekki neitt þó svo að umræðan sé hreint allstaðar.

   Samgöngumálaráðherra heldur bara áfram að leggja áherslur, en í meira en öðru hverju fjölmiðlaviðtali er hann að leggja áherslur og þar stoppar það bara, ég veit ekki hvað þetta þýðir en líki því helst við dagdrauma þar sem menn geta byggt vegi bæði afturábak og áfram í huga sér, mér finnst eins og honum dugi að leggja áherslur.

  Vegamálastjóri eyðir bæði tíma og fé í að hanna mannvirki sem hann er ekkert að fara að byggja, hann byggði ægilega öruggann veg um svínahraun (sem að áður ku hafa heitið Sveinahraun), en áttar sig bara ekki á því að þessi vegspotti gerir ekkert annað en að tefja umferð, sem kostar peninga nú til dags og verður til þess að þeir sem eru að flýta sér meira en aðrir, verða enn æstari í frammúrakstur þegar út úr þessum ógurlega örugga spotta er komið. Herra vegamálastjóri, svo er umferðin orðin mikil um suðurlandsveg að fluttningsgeta 2+1 er ekki nóg, það er alveg sama hvað menn rýna í tölur úr útlöndum, í þessu tilfelli er raunveruleikinn einfaldlega bara annar og svo hitt að ódýrt mannvirki þarf ekkert endilega að vera hagkvæmt mannvirki, svo annað það að alvarlegum slysum hafi fækkað á þessari leið hefur ekkert með víravirkið að gera, heldur hitt það að það er búið að taka af þrjár slæmar beygjur, einhverjar blindæðir og ein vegamót í verri kantinum, það er nú bara þannig. Einhverjir hafa verið að halda því fram að “bílar”, mjög líklega bara einn enn orðinn að mörgum, hafi snúist á veginum þar og vírinn bjargað, hverju veit ég ekki því að það veit það enginn og svo hitt, það skyldi þó ekki vera að bíllinn hafi farið að snúast í snjó drögum sem hafa myndast út frá víravirkinu att arna. 

  Af sömu ástæðu og Héðinfjaðaragöng eru gerð og af sömu ástæðu og göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðafjarðar voru gerð, (vonandi sem fyrst yfir í Norðfjörð og svo suður í Lón  í hina áttina) og af sömu ástæðu og brýr yfir firði eru gerðar, s.s. að stækka atvinnusvæði og taka af hættulega kafla, þá tvöföldum við Vesturlandsveg að minnsta kosti í Borgarnes og Suðurlandsveg að minnsta kosti á Selfoss og klárum tvöföldun Reykjanesbrautar og það getur bara ekki tekið mörg ár að undirbúa slíka vegagerð, það eru til margar verkfræðistofur bæði hérlendis og erlendis sem geta gert það á stuttum tíma og á sömu stöðum eru líka til verktakar sem ráða við verkefnið á ásættanlegum tíma, þetta er bara spurning um vilja. Ég nefni ekki sundahafnar hvað? Braut/gaung/brú, ég er ekki sá eini sem ekki skil af hverju þar er ekkert gert, en þar eru menn ennþá að leggja áherslur. 

  Tekjur ríkissjóðs af bílum og notkun þeirra eru það mikklar að bíleigendur eru búnir að greiða vel inná framkvæmdir við Sundabraut, Vesturlandsveg og Suðurlandsveg að það er bara alveg í lagi að byrja á þeim og klára Reykjansbraut og svo fjölgar bílum skart að það sem eftir stendur er bara að koma í ríkiskassann um leið og framkvæmdir verða unnar á næstu misserum. Ég fyrir mitt leyti væri reyndar alveg sáttur við að eldsneytislítrinn mundi hækka um eina krónu, rétt eins og það hafi nú ekki verið reynt, ef að það mætti verða til þess að flýta hinum ýmsu vegabótum s.s. tvöföldun fyrrnefndum víða um land og tvíbreiðar brýr allstaðar sem að vegir eru lagðir klæðningu, ég sæi heldur ekkert að því að tryggingafélögin kæmu að fjármögnun fyrrnefndra mannvirkja. En Suðurlandsveg tvöföldum við og það með tveimur aðskildum akreinum og með góðu bili á milli veganna s.s. ekki vír eða öðru “drasli” sem safnar snjó í kringum sig, það er bara þannig og það annaðhvort núna eða strax, en líklega þarf að skipta bæði um vegamálastjóra og samgöngumálaráðherra fyrst, bæði til að mannvirkið verði eins og hjá fólki, en ekki bráðabyrða frambúðar eitthvað og svo hitt að það er ekki meiri tími til að leggja fleiri áherslur og ef að vegamálastjóri fengist til að taka víravirkið uppí og allar tafirnar og slysin sem verða við það að bæta ræmunni utan á núverandi veg, þá er nú bara töluvert komið uppí kostnað.

Suðurlandsveg tvöföldum við,núna.

Högni Sigurjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband