Enn meira um umferð og vegamál

.

   Ég er sammála þeim Leifi Þorsteinssyni sem skrifar í mbl. 13.des. og Sigurði Hreiðari Hreiðarssyni sem skrifar í mbl. Þ.22 des. með umferðareglurnar, það er nú einu sinni þannig að vegirnir einir og sér meiða engann og þýðir lítið að breyta þeim einum saman ef að við sjálf ætlum að halda áfram að stunda okkar tegnund af stríði á vegunum, stundum er hraðinn of mikill, í öðrum tilfelum getur of lítill hraði verið skeinuhættur og er ég þar ósammála fyrrnefndum Leifi að það sé skynsamlegt að planta sér aftan í hægfara bíl og byrja þar með það sem kallað er lestastjórn og telja sig vera þess umkominn að hafa vit fyrir öðrum ökumönnum, þeir sem eru hægfara eiga að hleypa umferð framhjá sér, en það gerum við auðvitað ekki því að þar gæti fúll á móti farið. Við meigum ekki gleyma því að aðstæðna vegna erum við í umferðinni hér á Íslandi með mjög dreyfðann hóp ökumanna, allt frá velþjálfuðum atvinnubílstjórum og yfir í gömmlu konuna sem býr ein “uppi í sveit” klukkutíma eða nokkura tíma akstri frá næsta lækni, en þangað þarf hún að fara tvisvar á ári og á allann rétt á því að fara þangað á sínum bíl þó hægt fari. Við þurfum hugafarsbreytingu hjá okkur sjálfum til að breyta ástandinu.

   Við megum ekki gleyma því að ófærðarþröskuldurinn er mishár hjá fólki, það sem einum finnst ófærð og dregur þessvegna verulega úr hraða, finnst öðrum lítið vera og sér ekki ástæðu til að draga nema hóflega úr hraða og þarna skapast spenna millum ökumann, sá sem verður fyrir töfum pirrast yfir “roluhætti” hins og hinum ökumanninum finnst að sá sem er að flýta sér meira en hann, enda jafnvel í vinnunni, geti bara og eigi bara að fara “jafngætilega” og hann sjálfur, enda flestar búðir opnar til kl 22.oo núorðið. Við erum á ferðinni við allskonar akstursskylyrði á svo mjög mismunandi forsendum og erum með svo mjög mismunandi getu til þess og ættum því að venja okkur á að sýna hvert öðru tillitsemi og umburðarlyndi alltaf allstaðar, líka þau sem eru að fara “ofurvarlega” og ekki síður þau sem “hafa getuna” til að fara léttar yfir eða er getan kannski ekki sú sem að við höldum að hún sé. Mér dettur í hug máltæki sem mér finnst oft vera viðeigandi að hafa við í umferðaumræðunni ,, margur heldur mig sig,, og líka man ég eftir að hafa séð teiknaða mynd af leiði og á krossinum stóð ,, hér hvílir Jón Jónsson hann átti réttinn, en hann dó samt. 

   Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar sunnudaginn 17. des. og  veður elginn fagmannlega, en eins og of oft vill verða hjá fræðimönnum þá vantar raunveruleikann í útreikninganna hjá honum, það vantar atriði eins og veður, vinda mikkla eina og sér, en stundum eða eiginlega oftast með rigningu, snjó og eða myrkri og svo sólina sem er oft þáttakandi í ferðalaginu og þá oftar en ekki beint í augun á okkur og jafnvel við undirleik snjóbirtu (afhverju höfum við húddin ekki mött hér sem sólin skýn lárétt), síðan misþjálfaða ökumenn sem eiga misgott með að höndla öll þessi tilbrygði í sömu ferðinni, kannski frá Akureyri til Reykjavíkur. Þannig er því tilháttað úti í raunverulegri umferð að þeir ökumenn sem ráða síður við þesskonar aðstæður draga niður hraða þeirra sem betur ráða við, sem svo aftur veldur frammúrakstri við fyrsta tækifæri, sem þarf ekkert endilega að vera hentugt og ef við segjum að leiðin sé 2+1 þá er  eini möguleiki, þeirra sem eru að flýta sér, um framúrakstur þegar farið er upp Öxnadalsheiði, Vatnsskarð eða Holtavörðuheiði því að tvöfaldöldunin væri eðli málsins samkvæmt yfirleitt þeim meginn vegarins sem þessir sömu ökumenn eru á á leiðinni norður aftur, en alla leið Suður gætu menn þurft að hanga aftan í gömmlu konunni eða fluttningabíl, sem einfaldlega má ekki fara yfir 80 km/klst.og komast hvergi vegna víravirkisins. Ég er ekki viss um að téður Jón vilji 2+1 milli Akureyrar og Reykjavíkur.

  Birgi Hákonarson sem skrifar í mbl þ.14 des. Er í lagi að spyrja, er þér íllt í veskinu kallinn minn? Bílaeigendur greiða þetta allt saman væni, því að svo erum við skattlagðir, þú verður ekki einn um það. Við megum ekki missa okkur í að fara að þrasa um hvaða vegur er merkilegri en annar, því að það er bara svo að við erum flest á ferðinni um flesta vegi landsins og þarf flesta þeirra að bæta.

Við tvöföldum suðurlandsveg, núna.

 

Högni Sigurjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband