26.6.2007 | 21:55
Áfram um umferðar(ó)öryggið
Ef að yfirmenn vegamála og lögreglu á suðurlandi hafa eins mikinn áhuga á umferðaöryggismálum og þeir vilja vera af láta þá velti ég fyrir mér mjög einföldum atriðum, að mér finnst, sem að þeir ættu allir að vera búnir að sjá og gera eitthvað í, þá bæði yfirmenn vegamála og t.d. sýslumaður að ég ekki tali um þá starfsmenn áðurnefndra, sem eru að keyra um vegina og skoða og fylgjst með ástandi vega og ökumanna og tækja, að það væri hægur vandi að banna vinstri beygju útúr malarnámi í Ingólfsfjalli og láta fara gamla veginn útá Grímsnesveg og að sama skapi að banna vinstri beygju af þjóðvegi 1 inní þetta sama malarnám og fyrir þá sem bæði beygja til hægri af þjóðveginum inní malarnámið og þá sem beygja til hægri útúr því útá þjóðveg 1 ætti að vera löngu búið að gera góðar afreinar, eða vegamótin í Hveragerði, Grænamörk/þjóðvegur 1 það er alveg sama þar, að leyfa vinstri beygju af Grænumörk inná þjóðveginn og eins vinstri beygju af þjóðveginum inná Grænumörk er með ólíkindum það eru örfáir metrar í fínt hringtorg sem er mjög auðveldlega hægt að nota frekar. Ölfusárbrú á auðvitað að vera búið að breikka fyrir löngu um sem svarar göngubrúnni og gera góða yfirbyggða göngubrú yfir ána, ég velti oft fyrir mér hvað það fólk sem þarf að ganga þarna yfir hefur til saka unnið að þurfa að fá yfir sig aurinn og viðbjóðinn frá bílunum sem keyra yfir brúna um leið og þau ganga þar og jafnvel sum þeirra með barnavagna og framhjárein þar sem beygt er í Ölfurborgir, upp að Nátthaga og fleyri slíkar útafkeyrslur af Suðurlandsvegi milli Hveragerði og Selfoss.
Svo eru það hvítu línurnar, hvað eru eftirlitsmenn vegagerðarinnar að gera á daginn, hvernig stendur á því að línurnar eru eins og súrrearlísk listaverk á þjóvegunum, hvernig á að fara eftir þeim, þær eru langt frá því að vera svipaðar því sem kennt er í ökuskólunum.
Það er jú líka hægur vandi að bíða eftir slysi, það er sjálfsagt ekki hægt að reikna út arðsemi þesara verka fyrr.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.