19.9.2007 | 11:47
Reyknesingar og Ölfusingar eigum við ekki að staldra aðeins við.
Eigum við ekki að skoða aðeins dýpra með það hvort að álver sé það rétta, álvinnsla eins og talað hefur verið um í Þorlákshöfn er líklega rétt að skoða enn ekki álver, í við Þorlákshöfn eru mörg tækifæri - mjög mörg. Í kringum Þorlákshöfn er pláss svo mikið að eina vitið er að gera þar stórskipahöfn strax - ja eða núna. Í Reykjanesbæ ættu menn að skoða alveg sömu hluti enn kannski meira með fragtflug í huga, hafa Reyknesingar athugað hvað Michelin vill stóra lóð undir framleiðslu dekkja með gufuafli.
Í dag er ég á þeirri skoðun að við eigum að sleppa evrópubandalaginu, hef samt ekki skoðað mjög djúpt kosti og galla, ég vil halda í krónuna, hún á eftir að verða verðmæt eins og Ísland allt yfirleitt, ég vil skoða mjög gaumgæfilega og mjög djúpt hvaða tækifæri felast í því að vera hér á milli Ameríku, Evrópu og Asíu.
Ég sé fyrir mér millilendingar og umskipanir á Keflavíkurflugvelli og í Þorlákshöfn, ég sé fyrir mér allskonar samsetningarverksmiðjur hér og milliríkjaverslanir verandi ein, sjálfstæð og engum háð. Ég sé fyrir mér að ýmsir framleiðendur hefðu áhuga á vistvænni aðferð við framleiðslu og þess vegna er mjög mikilvægt í augnablikinu að byggja ekki fleiri álver.
Við skulum athuga annað Ölfusingar, Grindvíkingar og Reyknesingar að allt fiskieldi fer upp á land á komandi árum og fiskeldi á bara eftir að aukast hvort það verða endilega þær tegundir sem að eru í eldi núna sem verða ofan á það kemur í ljós.
Enn ég er draumóramaður.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Högni !
Jú, jú......... eins og við höfum margsinnis rætt, yfir kaffibollanum.
Er; í meginatriðum sammála þér, en, ...... inn í Sovétið, Stór- Þýzkalands Evrópusambandið eigum við ekkert erindi, og munum aldrei eiga; Högni minn.
Með beztu kveðjum, til ykkar fóstra / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 22:45
Mér finnst svo sniðugt að segja Ölfyssingar, en ég er nú bara með aulahúmor núna :):) sorry
Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 20:24
Ég hef stundum, Ásdís notað tvö s bara mér til gamans en ekki dottið í hug að hafa y.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.9.2007 kl. 23:07
Högni: Ég fæ sjaldan eða aldrei smálúðu þegar ég kaupi í matinn. Hún er uppáhalds hjá mér. Getur þú ekki agíterað fyrir smálúðueldi? (ég veit það er eitthvað í gangi en ekki nóg til að anna eftirspurn, greinilega)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 01:55
Fiskey er með Lúðueldi, enn það hefur þróast í það að þeir framleiða aðallega seiði til útfluttnings, Fiskey er einmitt með eina eldisstöð í Þorlákshöfn þar var framleiðsla matfisks en seiðaeldið er í túnfætinum hjá þér Anna, það fór þónokkuð af eldislúðu til Bónus líklega 2005 og var asskoti góð.
Ég held því fram að við verðum ekki svo mikið í matfiskframleiðslu okkar umhverfi eins og heitt vatn og ekki síður það að fiskeldi verður ekki í sjó við Ísland að mínu mati ofl. ofl. veldur því að við eigum eftir að snúa okkur eingöngu að seiðaeldi í framtíðinni, fyrir heimsmarkað.
Seiðaeldi skaffar ekkert færri störf svo það er mikið í lagi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.9.2007 kl. 08:48
Ölfyssingar hljómar vel
Marta B Helgadóttir, 22.9.2007 kl. 10:05
Högni takk kærlega fyrir fallegt komment mín megin
Jóna Á. Gísladóttir, 23.9.2007 kl. 00:19
Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.9.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.