Vangaveltur.

 Ég hélt í einfeldni minni að lífríkið í Varmá væri fyrir löngu orðið háð klór og hefði það bara sem meðlæti.

Ég velti fyrir mér, afhverju hörfar fiskurinn í Varmá ekki undan svona vá eins og í öðrum ám er þéttleikinn svona svakalegur þarna, hvernig eru leigutaki og eigendur Varmár búnir að byggja upp lífríkið í Varmá í hverju liggja þessar milljónir, hvað varð til þess að vatnið í Varmá jókst í gær, hvað hafa veiðimenn lagt til við uppbyggingu árinnar?

Ég er samt ekki að gera lítið úr spurningum sem SVFR veltir upp, en ætla þó að starfsfólk hafi um leið og það sá hvað hafi gerst látið í gang einhverja aðgerð og einnig ætla ég að starfsfólkið geri nú sitthvað annað en að glápa á klórtankinn sem á auðvitað ekki að geta lekið út í Varmá hvort sem á hann er glápt 24 tíma á sólahring eða alls ekki neitt.


mbl.is Óttast um afdrif lífríkisins í Varmá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Högni !

Það er vel þekkt fyrirbæri að þegar klór lekur í ár, þá deyr fiskurinn einfaldlega, hann nær ekki að hörfa. Ekki frekar en þegar við mennirnir öndum að okkur koldíoxíði í lokuðu rými. Það er ekki langt síðan sambærilegt atvik, þó öllu minna í sniðum, átti sér stað í Árbæjarlaug og eyddi laxaseiðum á stóru svæði í Elliðaám.

Umræddar milljónir sem þú greinilega furðar þig á, liggja í því að SVFR leigir veiðiréttinn af veiðiréttareigendum og greiðir nokkar milljónir fyrir á hverju ári. Þannig að hér eru mikil verðmæti í húfi.

Félagar í SVFR hafa varið tugum ef ekki hunduðum klukkutíma í sjálfboðastörfum við ýmiskonar uppbyggu á svæðinu, sett niður merkingar á veiðistöðum og slóðum, unnið að leiðbeiningum og kennslu fyrir nýja veiðimenn þarna á bökkunum og margt margt fleira. 

Er það nema von að stangaveiðimönnum blöskri tillitsleysið í þeirra garð þegar hvorki þeim né veiðiréttareigendum er tilkynnt um þessa vanrækslu og aulagang sem þarna hefur átt sér stað.

Fyrirgefðu Högni, ég ætla ekki að vera neikvæður í þinn garð, en þessi bloggfærsla þín lýsir ótrúlegri vanþekkingu á málinu og ég hvet þig til að kynna þér þessu mál betur áður en þú tjáir þig frekar. Það er nokkuð skondið að þú ætlir  "... ekki að gera lítið úr spurningum sem SVFR veltir upp ..."  því ég fæ nefnilega ekki betur séð en með færlsu þinni sértu einmitt að gera lítið úr þessu máli. Bendi þér á frétt um málið á slóðinni www.svfr.is 

Bjarni Júlíusson

Bjarni Júlíusson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir svarið Bjarni, ég ætlaði ekki að gera lítið úr spurningum SVFR þær eiga fullkomlega rétt á sér og tók það fram að þetta ætti ekki að geta gerst hvort heldur væri glápt á tankinn eða ekki.

Ég velti aftur upp spurningunni afhverju hörfar fiskurinn ekki, er þéttleikinn svona svakalegur í Varmá og Elliðaánum, m.ö.o. Bjarni, er vitað afhverju hann hörfar ekki undan þessari vá ?

Fóru þessar milljónir í súginn við þetta?

Það tekur innan við dag að setja niður merkin, en hver er önnur ýmiskonar uppbygging?

Ég er ekki stangveiðimaður Bjarni, er öðruvísi að veiða í Varmá en öðrum ám, þarf sérstaka kennslu í Varmá ?

Nei Bjarni ég er ekki hissa þó að ykkur mislíki tillitsleysið sérstaklega þegar horft er til þess að slysið virðist verða á föstudag og einhverrahluta er það vitað, en ekkert gert fyrr en í gær ( ef ég hef tekið rétt eftir), ég er sammála ykkur í því, en var að velta þessum kosnaði fyrir mér og ekki síður þetta með lífræðileg viðbrögð fisksins að hörfa ekki undann hættunni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.12.2007 kl. 23:05

3 identicon

Sæll Högni

hvernig dettur þér í hug að  lífríkið í Varmá væri fyrir löngu orðið háð klór?

þetta með að milljónir fara í súginn 

sko ég er ekki félagi í svfr en er í öðru veiðifélagi og er virkur þar ég er að eyða c.a 200 tímum á ári í sjálfboðavinnu ásamt mörgum öðrum, hvað kosta 200 tímar í vinnu? tala nú ekki um 20 til 30 manns þá erum við að tala um 4 til 6 þúsund tíma er það lítið?

ef þér og öllum öðrum er sama um umgengni við náttúruna og sjálfboðavinnu félaga stangveiðifélaga, allur þessi tími væri ekki unnin af félugum ef þitt viðhorf til kosnaðr væri almennt.

Það að fiskurinn skuli ekki hörfa er þetta, farðu inní gang sem er 12km langur það er sett inní hann koldíoxíð í stað súrefnis og reyndu að hörfa

ég er sammála Bjarna mér fynnst þú vera að tala hérna um hluti sem þú hefur ekki vit á

 kær kveðja

Magnús

magoo att internet.is

persónulega fanst mér þessa blogg þitt særandi um alla þá sem eru að vinna sjálfboðavinnu fyrir félags starf allment, þessi vinna er að vísu sjálfboðavinna en það verður að meta hana til fjárs í svona tilferli. 

Magnús (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:52

4 identicon

Heill og sæll, Högni og aðrir skrifarar !

Magnús ! Hygg; að þú misskiljir meiningar Högna, að nokkru. Ekki einungis, er Högni með mjög góða tilfinningu, fyrir náttúrunni, og lífríki hennar, almennt. Meðfram, hefir Högni gott nef, fyrir veðráttunni og tengingum hennar, við sjávarföll, sem gang himintunglanna. Þá hefir Högni góða innsýn, í dýraríkið, og glöggur vel, þá á bjátar; hvort heldur er, hjá ýmsum ferfættlingum, sem og öðrum, s.s. fisktegundum ýmsum, þ.m.t. vatnafiskum.

Spillir ekki fyrir Högna, formlegt fiskeldis fræða nám, hvað hann háði, að Hólum í Hjaltadal, og útskrifaðist, með láði.

Eg hefi þekkt Högna; liðlega hálfan annan áratug, og get vottfest, að hann láti ei frá sér fara nokkuð; munnlega né skriflega, nema geta fært fyllstu rök, fyrir málafylgju allri.

Vildi gjarnan; að ég byggi yfir, þó ekki væri, nema broti af þeim mannkostum, hverjir prýða Högna Sigurjónsson, hvað glöggir lesendur og skrifarar athugi.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 00:45

5 identicon

Sæll Högni !

Ég veit ekki af hverju fiskurinn hörfar ekki, kannski ferst hann einfaldlega áður en hann nær því að fara. Ég efast um að þéttleikinn í Varmá sé meiri en á öðrum stöðum, en fiskadauðinn þarna vegna klórmengunarinnar er staðreynd. Bendi aftur á fréttavef SVFR. Ég tel miklar líkur á því að veiðimenn hætti við ferðir í Varmá, í kjölfar óhappsins og það verður til þess að "verðmæti fari í súginn". Ég tala nú ekki um ef óhapp sem þetta endurtekur sig. Kennsla og leiðbeiningar eru alltaf af hinu góða í öllum ám. Miklu púðri var varið í þessa þætti í Varmá í fyrra þar sem hún var ný undir merkjum SVFR. Unnið var sérstakt veiðikort af efri hluta svæðisins, neðri hlutinn verður unninn í sumar. Bendi þér á skýrsu árnefndar Varmaár í ársskýrslu SVFR þar sem verkefni árnefndarinnar eru tíunduð.

Ég er alls ekki að saka þig um að vera ómálefnalegan, en játa að það truflar mig örlítið hvernig þú sýnir "hluttekningu" og "efasemdir" í sama blogginu, með viktina heldur meiri "efasemdamegin".

Bjarni Júlíusson

Bjarni Júlíusson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 07:54

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir ykkar fræðslu Magnús og Bjarni og takk fyrir Óskar Helgi, það var þetta sem vantaði í fréttina á mbl.is og ekki er hægt að koma fyrir kannski, almennt veit fólk ekki í hverju ykkar starf felst og í hverju þessi gríðarlegi kosnaður er fólginn við að halda úti stangveiði á/vatni.

Þarna var samt sem áður verið að gefa í skin að og ekkert gefið í skin heldur sagt á seinni stigum að starfsfólk sundlaugarinnar væru aular, en þar sem starfsfólk sundlaugarinnar í Laugarskarði eru útivistarfólk og ann Varmá og forunum öllum þá veit ég að þau gera svona ekki viljandi þetta var slys.

Ég sé ekki ástæðu til að hætta að veiða í Varmá, hún hefur áður staðið af sér svipuð áföll og við skulum sjá hvernig seiðin og hrognin standa sig sem bæði eru ofan við foss og neðan við þjóðveg svo og annað líf í ánni sem hún er rík af og vegna varma hennar á hún mikinn möguleika á að jafna sig á tiltölulega stuttum tíma.

Bjarni ég á mjög auðvelt með að sjá hluti frá tveimur hliðum og skil vel ykkar hug þó svo að ég hafi líka viljað draga fleira fram og sé ekki ennþá hvernig þið veiðimenn hafið átt stórann þátt í að byggja upp lífríki þessarar lífríku áar og ég skil heldur ekki afhverju ekki var neitt gert strax til að stöðva leka klórsins, úr því að vitað var að slysið varð á föstudag, en svona er lífið mér er bara ekki ætlað að skilja alt og svo er nú farið fyrir mér að stundum finnst mér vanta í frásagnir þá spyr ég bara til að fá þær, hafi ég sérstakann áhuga á málinu.

Magnús þetta með að lífríkið í Varmá væri háð klór, vissirðu ekki að hrognin og seiðin í Varmá eru hreinsuð með klór á hverju ári og hefur verið gert í marga áratugi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.12.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 82262

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband