Röng skoðun eða rétt ?

Get ég haft ranga skoðun ? Ég get haft þá skoðun að X sé góður ég get haft þá skoðun að Z sé falleg og ég get haft þá skoðun að verkin A,B og C séu bara ágætlega unnin, síðan getur næsti maður haft aðra skoðun og sagt sem dæmi, þú hlýtur að sjá að Z er með hrukkur, sem ég kalla þá hláturhrukkur og maðurinn segir þá aftur, já já enn mér finnst Z ekkert falleg. Getur einhver sagt að annar hvor okkar hafi ranga skoðun ?

Ef svo er hver getur það og á hvaða forsendum? Er ástæða til að við ég og þessi maður ræðum þá bara ekkert meira saman af því að við erum ekki á sömu skoðun varðandi Z enn alveg á sömu skoðun varðandi X og þannig séð ekki ástæða til að ræða A,B og C vegna þess við höfðum ekki sömu skoðun áður og förum jafnvel að væna hvorn annan um að hafa ranga skoðun á Z.

Getur verið að hér á spjallsíðum MBL.is séu annaðhvort ritstjórar að setja sig í það dómarasæti að "dæma" um það hvort að einhverjir hafi rangar skoðannir á pólitík, trúmálum og eða jafnrétti, eða eru farnir að myndast hér hópar sem ákveða með SMS eða tölvupósti að kvarta svo stíft undann einhverjum, sem það og það skiptið hafi "ranga" skoðun, að viðkomandi verður af ritstjórn settur útaf "sakramenntinu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Högni, og þakka þér, allt gamalt og gott !

Það fór sem vænta mátti. Mannvits brekkur ýmsar, hverjar illsakir þóttust mega troða, við mig á dögunum, þá Mbl. slökkti á helvízkri frétta tengingunni, á minni síðu, hafa ekki minnstu tilburði, til að svara merkum hugleiðingum þínum, hér að ofan, enda, ........... lítilsigld smámenni víða á fleti fyrir, í íslenzkum ranni, sem kunnugt er, að nokkru.

Með beztu kveðjum; úr Ölvesi, að hálendismörkum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Óskar og sömuleiðis!

Æi það eru svo fáir sem nenna að lesa það sem ég skrifa ég skrifa svo sjaldann og ég er bara slappur ennþá.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.5.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég held að ritstjórn stundi ekki ritskoðun. Hinsvegar er kannski eðlilegt að þeir svari bloggurum eða geri athugasemdir við skrif þeirra sem eru oft og iðulega með stóryrði sem jaðrar við ruddaskap.

Marta B Helgadóttir, 25.5.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já en Marta það er það sem ég er að spá í, það sem einum finnst bölf getur hljómað sem bænir fyrir öðrum og hver dæmir svo um hvort er hvað og á hvaða forsendum, eða eru bloggarar kannski farnir að taka sig saman með SMS skilaboðum eða tölvupósti og kvarta undann þeim sem hafa "rangar" skoðannir?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.5.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 82239

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband