9.8.2008 | 22:04
Dollarinn upp/niður.
Ég veit ekki afhverju, enn ég hef haft það á tilfinningunni í rúmt ár að eigendur bankanna hafi fíflað okkur enn meir en nokkurn tíma áður með einhverskonar handstýringu á genginu sem svo aftur hefur haft veruleg áhrif á vexti og verðbætur, það stemmir ekki allt sem þeir segja.
Undanfarin líklega 3 misseri hafa komið næstum hvern einasta dag í fjölmiðlum þetta 3 til 6 sérfróðir menn, starfandi í fjármálageiranum og sumir jafnvel lærðir og segja mér hvað hefur gerst og hvað skal til braggðs taka, en það sem ég er ekki að skilja er að þessir menn vaða elginn án ábyrgðar auðvitað, en ekki síður án þess að vera nokkurn tíma sammála þ.e. það hafa ekki komið margir pistlar eða mörg viðtöl þar sem þeir róa í sömu átt.
Enn er eitt í þessum blessuðu fjármálum sem ég skil ekki enn hef íllann bifur á er að þegar heimsverð á olíumörkuðum lækkar hækkar dollarinn yfirleytt hjá okkur, skrítið.
Enn það er nú svo margt sem ég ekki skil.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 82391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Högni sama tilfinningin hérna.
Gunnar Gunnarsson, 9.8.2008 kl. 22:15
Högni eins og þú væntanlega veist þá fara nær öll heimsviðskipi á hráolíu fram í US$, og er olían lækkar þá styrkist dollarinn gagnvart nær öllum myntum. Margir spá því að á næstu misserum muni dollarinn styrkja sig verulega og þá ekki síst á móti Evrunni. Ísland fylgir bara alþjóðlegri skráningu gjaldmiðla, og hefur Dabbi kóngur ekkert með það að gera.
haraldurhar, 9.8.2008 kl. 22:35
Ég deili þessari skoðun með þér.
Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 22:38
Ég grunaði Davíð nú ekki haraldurhar en úr því að þú minnist á hann þá fara nú ýmsar hugsanir af stað, en jú dollarinn styrkist enn þarf krónan að veikjast líka?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.8.2008 kl. 22:45
Deili þessum áhyggjum með þér og er sannfærð um að það er sko verið að hafa okkur að fíflum. Best að eiga sem minnst, það held ég nú.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 22:55
Já einmitt það hefur sjaldan verið eins gott og núna að vera blankur
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.8.2008 kl. 22:57
Auðvitað spila bæði bankar og lífeyrissjóðir með gengið. þessir okurlánarar hafa orðið svo mikið fjármagn á milli handanna að þeir geta keypt og selt krónur eftir smekk og þar með ráðið genginu.
Seðlabankinn má sín orðið lítils þegar þessi gaurar eru annars vegar. Ef við hefðum alvöru Seðlabanka hefði hann keypt upp krónur á fullu undanfarið og þar með haldið uppi genginu en því miður. svona er þetta gert á alvöru myntsvæðum svo það er full ástæða fyrir okkur að hugsa um gjaldmiðilskipti.
Hvort það er evra, dollar, svissn. fr. skiptir ekki öllu, aðalatriðið er að vera með svo sterkan gjaldmiðil að einstök fyrirtæki eða sjóðir geti ekki haft áhrif á hann. Lítið myntsvæði er berskjaldað fyrir þessu. Það er kannski einn sjóður á Íslandi sem veltir meiri fjármunum en fjárlögin sjálf. Það er auðséð hvernig staða svoleiðis sjóðs er í svo litlu hagkerfi.
Víðir Benediktsson, 10.8.2008 kl. 08:36
Heill og sæll; Högni og aðrir skrifarar !
Hér verður engu breytt; fyrr en við höfum bylt helvítis hvítflibbahyskinu, og komið á fót Alþýðuþjóðveldi, á þjóðernisgrundvelli, Högni minn.
haraldurhar, ágæti spjallvinur ! Reyndu ekki; að fegra hlut hundingjans Davíðs Oddssonar. Þar fer einn versti svikahrappur, seinni tíma Íslandsögunnar.
Víðir ! Hvaða helvítis uppgjafarhjal, er í þér drengur ? Við eigum; að vera fólk, til þess, að standa fyrir okkar hatt, á eigin forsendum, ekki hlaupa í skjól frjálshyggjukapítalistanna, úti í heimi, Víðir minn.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 14:16
Þetta er umhugsunarvert
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.8.2008 kl. 10:15
Mjög svo Hulda, ég hef ekki kunnáttu til að reikna en ég hef á tilfinningunni að krónan veikist hlutfallslega meira en dollarinn styrkist þegar heimsverð olíu hækkar og gættu að Hulda að ef að við erum kannski að tala um svo sem eins og kvart prósent þá getum við verið að tala um háar upphæðir til handa bönkum og olíufélögum sem eiga sameiginlega hagsmuna að gæta, því að kvart prósent þýðir góða summu í verðbætur í viðbót við hækkun olíu sem ætti í það skiptið að lækka, við höfum ekki enn séð neitt gáfulegt valta yfir tennur forstjóranns í N1 vegna orða Árna Math. um skrítna álagningu og eða orða forstjóra FÍB, hann bara bullar út úr sér hrúgu af orðum án þess að segja nokkurn skapaðann hlut.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.8.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.