5.10.2008 | 10:44
Við búum í landi tækifæra og forréttinda.
Ég er tiltölulega einfaldur maður og nenni ekki að flækja hlutina meira en þarf og stafar það af leti minni einni, en það er nú samt með það eins og annað mér tekst einhvernveginn alltaf að flækja málin rétt eins og ég hafi ekkert um það að segja eða með að gera. Ég sé málin fyrir mér núna þannig að það er mjög einfallt að bæta ástandið í okkar litla fagra landi sem hefur allt til að bera til að ein þjóð geti lifað góðu lífi í sátt og samlindi.
Það er einmitt núna sem ætti að vera gott að vera með lítið hagkerfi og nóg af öllu, það er núna sem gott er að vera með öflugann landbúnað og það er einmitt núna sem fók ætti að sjá að við eigum ekki að flytja landbúnaðarvörur inn og spreða þannig gjaldeyri og við eigum ekki að lifa eftir ímynduðum launaseðli og eða hvernig nágranninn lifir.
Ég mundi vilja sjá þorskkvótann aukinn verulega og það strax, það má svo bara bakka út úr því aftur síðar, enda eru það umhverfisaðstæður en ekki ofveiði sem veldur minkandi þorskstofnum.
Ég mundi vilja sjá yfirlýsingu frá Ríkisstjórninni um að við séum ekki að fara að taka upp neina bíííb Evru og að allskonar dósentar hætti að reyna að telja fólki trú um að Evran bjargi einhverju það er nú bara þannig að í evrópusambandinu stækkar sá hópur daglega sem vill úr því ganga og ekki sé ég betur en að Evran sé bara líka á undanhaldi og um leið hækkar það róminn fólkið í Evrópu sem vill Ísland í Evrópusambandið og er einhver hissa á því, það er nenfilega fiskveiðilögsaga okkar sem þá vantar núna og það er helber lígi að Danir hafi alfarið yfir sinni lögsögu að segja, þeir hafa nákvæmlega ekkert yfir henni að segja.
Ég mundi vilja sjá verðbætur á íbúðalán feldar niður tímabundið og þá auðvitað þeirri íbúð einni sem lánþegi á lögheimili í.
Ég mundi vilja sjá mismunandi vexti á íbúðalán t.d. þannig að þegar fólk er að byggja eða kaupa langt umfram þörfina þá séu vextir upp að þörfinni lægstu íbúðalánavextir en eftir það stig vaxandi,
Ég mundi vilja sjá að þau fyrirtæki og einstaklingar sem hafa verið að ausa gjaldeyri úr landinu séu skikkaðir til að koma með hann aftur þ.e. séu skikkaðir til að selja það sem keypt var í útlöndum ef þeir ekki geta sýnt framm á að þeir séu að afla gjaldeyris út á þann sem farið var með, og mikið væri í lagi að athuga hvað olíufélögin, tryggingafélögin, bankarnir, skipafélögin og fleiri bæði einstaklingar og félög hafa farið með af gjaldeyri úr landinu og eiga í útlendum bönkum, þau gera þetta oftast með þeim hætti að þau kaupa þjónustu af erlendum dótturfyrirtækjum á uppsprengdum töxtum.
Ég mundi vilja sjá að þegar fólk hyggur á kaup á einhverskonar vöru eða þjónustu erlendis frá þurfi það einfaldlega að sækja um gjaldeyri og þurfa að útskýra hver þörfin er og hve skynsamlegt er að fara með gjaldeyrinn, það er ekki nokkur þörf á að eyða hundruðum þúsunda í sumarfríi þó svo að það sé farið erlendis og bíll fyrir svo margar milljónir að venjulegt fólk er meira enn ævina að vinna fyrir henni er algjör óþarfi.
Ég mundi vilja sjá fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem hækkuðu gjaldskrár sínar svívirðilega á síðustu árum með því að hækka álagningu um tugi prósenta, lækka aftur til baka. X % álagning á að halda eftir að búið er að leggja annan kosnað á vörur og þjónustu það á ekki að þurfa að svívirða kúnnann í skjóli góðæris.
Ég mundi vilja sjá mismun hæstu og lægstu launa bundin í lög og banna kauprétt sem er á öðrum kjörum enn almenningur hefur að öllu jöfnu, fyrir utan forgangskauprétt. Afhverju ætli það heyrist ekkert í því liði öllu núna sem er með milljónir í laun og hafa farið með milljónir í gjaldeyri úr landinu, hvar eru ráð græðgissinnanna núna? Ætli bónusgreiðslurnar séu með mínus merki fyrir framan stóru tölurnar á launaseðlinum þeirra núna?
Ég mundi vilja sjá að klippt yrði á að pólitíkusar fari af sjálfu sér inn í Seðlabankann.
Ég vil sjá að í næstu kosningum losum við okkur við það fólk af þingi sem ekki getur skitið með góðu vegna þess hvað margir eru með hendurnar upp í rassgatinu á þeim.
Ég mundi vilja sjá Bitru og Þjórsá virkjaðar strax, því það gerum við fyrir íslenska peninga að mestu og því fyrr því fyrr eigum við kost á að fá gjaldeyri fyrir þá orku sem þar er óbeisluð.
Ég mundi vilja sjá fiskeldi stóraukið og landbúnað annan því að þar framleiðum við mat fyrir íslenskar krónur en eigum mikkla möguleika á því sviði til að afla gjaldeyris.
Enn fyrst og fremst verðum við að taka til hjá okkur sjálfum hvert fyrir sig og hugsa um hvað við getum gert sem kemur heildinni til góða í gjaldeyrissparnaði og gjaldeyrisöflunnar.
Mig langaði aðeins til að setja á blað hvað ég mundi gera ef ég væri í þeirri stöðu að vera að vinna að lausn fjárhagsvanda okkar, en sem betur fer er ég ekki í þeirri stöðu, ég er ekki dósent og því er ég ekki í því að velta mér og eða öðrum upp úr því hvað gert var rangt eða ekki gert á síðustu árum enda finnst mér ekki vera tími til þess núna
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæll; Högni, og þökk fyrir síðast !
Þakka þér; góða samantekt, sem framsögu alla. Sammála þér í flestu, en,......... vil geyma Bitru og Þjórsá, til seinni tíma, en vil skoða ýtarlega, næsta skref, sem yrði olíuhreinsunin, hjá Barðstrendingum, vestra.
Suð- vestur hornið er, hvort eð er, allt of þéttbýlt, svo Bitra, sem aðrir kostir mega vel bíða, meðal annars, hér um slóðir.
Segi ekkert; um Neyðarlögin, fyrr en ég hefi kynnt mér betur. Allavega; gátum við ekki, farið öllu neðar, en orðið var. Tími veizluhaldaranna; vonandi liðinn. Þá væri; til nokkurs unnið, þó.
Með beztu kveðjum, að hálendismörkum, sem víðar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.