7.9.2009 | 13:50
Tilkynning um framboð.
Ég undirritaður býð mig fram í stjórn Borgarahreyfingarinnar og skora um leið á alla þá félaga sem áhuga hafa á því að grasrótarhreyfing verði áfram pólitískt afl á Íslandi að bjóða sig fram og hafa áhrif. Ég hef trú á því að Borgarahreyfingin geti verið það afl sem hún stefndi að, það varð misskilningur á misskilning ofan í viðbót við reynsluleysi. Það blandaðist svo við spennufall eftir gríðarlega mikla vinnu í aðdraganda kosninganna í vor sem fyrst og fremst olli því að ósætti varð í forystu Borgarahreyfingarinnar að mínu mati. Framundann er landsfundur þann 12. september n.k. og þar verður tekist á um það hvort að Borgarahreyfingunni verði breytt í hefðbundinn stjórnmálaflokk með boðum og bönnum í viðbót við skrýtnar venjur eins og upptökur samtala við öll hentug tækifæri, en þetta boðar svokallaður 12 manna hópur, eða hvort það verði látið á það reyna hvort að grasrótarhreyfing geti starfað sem pólitískt afl á Íslandi. Mér hugnast ekki að Borgarahreyfingunni verði breytt í hefðbundinn pólitískan flokk og vil leggja mitt að mörkum til að Borgarahreyfingin verði áfram grasrótarhreyfing og að við tökum okkur í það minnsta eitt ár í að láta reyna á það. Kjósum einstaklinga í stjórn hreyfingarinnar sem ekki hafa verið viðloðandi stjórn hreyfingarinnar leynt eða ljóst hingað til. Eitt af helstu stefnumálum Borgarahreyfingarinnar er að kjósa einstaklinga en ekki flokka, sem 12 manna hópurinn er. Ég hef mætt á nokkra fundi Borgarahreyfingarinnar og fylgst með þróun leiðindanna og tel að það sé enn hægt að snúa til baka og koma okkur á rétta braut og ég vil fá að taka þátt í því.
Ég er bara venjulegur maður úr þjóðlífinu, á fjögur uppkomin börn og þrjú barnabörn og hef komið að félagsstarfi í gegnum íþróttir barnanna minna. Ég hef unnið sem vélamaður, trailerbílstjóri, í vélsmiðjum, á smurstöð, verið með verkstjórn 20 manna hóps í verksmiðju og unnið við fiskeldi. Ég útskrifaðist sem fiskeldisfræðingur frá Háskólanum á Hólum 2005 og rek litla fiskeldisstöð. Ég þekki umhverfi og aðstöðu barnafjölskyldna og svo lítilla fyrirtækja ágætlega og vil reyna að leggja mitt að mörkum til að þingmenn Borgarahreyfingarinnar geti unnið að lausnum vandamála heimilanna og atvinnulífsins með öflugt bakland sem gerir ríkar og heilbrigðar kröfur til þeirra á móti. Ég mun leggja áherslu á að landsbyggðin sé fullgild inni í öllum þeim ákvarðannatökum sem teknar verða þar sem ég get því viðkomið.
Högni Jóhann Sigurjónsson
Fiskeldisfræðingur
Suðurkjördæmi
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 82390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Högni, æfinlega !
Þó; ég sé andvígur þinghaldi á Íslandi, úr því sem komið er - og gefist hefir; afleitlega, sem dæmin sanna, vil ég samt óska þér velfarnaðar, á þessum brautum, hverjar þú hefir valið þér, að feta, að nokkru.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, að hálendismörkum Rangárþings /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:47
Takk fyrir góðar kveðjur Óskar Helgi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.9.2009 kl. 15:14
Ég mundi kjósa þig ef ég væri á þessum landsfundi. Gangi þér vel með hvað sem þú tekur þér fyrir hendur.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 15:52
Takk fyrir það Ásdís og gangi þér sömuleiðis vel.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.9.2009 kl. 15:59
Velkominn í hópinn
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:49
Takk fyrir það Bjarki.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.9.2009 kl. 22:54
Velkomin í hópinn Högni og vonandi mætir þú á kynningarfundinn annað kvöld
Heiða B. Heiðars, 8.9.2009 kl. 11:53
Takk fyrir það Heiða, jú ég ætla að reyna það.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.9.2009 kl. 12:52
Frábært..sjáumst þá í kvöld :)
Heiða B. Heiðars, 9.9.2009 kl. 10:34
Líst nokkuð vel á þig kall hipp og hoj og in we go
Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.