Vegna hálku?

Tekur hálkan bara Dodge pikup í dag, hvaða tegund ætli það hafi verið sem var verið að fara framúr og fór ekki útaf en sama hálkan var undir honum.

Ég veit ekki afhverju hann fór útaf en ég er viss um að alltof margir vita ekki hvað pikup og jeppar geta verið varhugaverðir í hálku og ég veit ekki hvernig dekkjum bíllin er á og ég veit ekki hvort hann var í fjórhjóladrifinu og ég veit ekki á hvaða hraða hann var, svo ég hef ekki forsendur til að segja til um hvað í rauninni olli, ég veit ekki einu sinni um hæfni viðkomandi ökumanns, en ég veit að hálkan olli ekki útafakstrinum.


mbl.is Bílvelta á Eyrarbakkavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur þú fullyrt um það? Ef allt hefði verið eins, nema engin hálka, þá hefði hann líkast til ekki farið útaf og því er þá eingöngu um að kenna hálkunni, ekki satt?

Hugsanlega gerði ökumaðurinn sér ekki grein fyrir því að það væri hálka og keyrði því í samræmi við það.

Hins vegar hefur þetta væntanlega verið flókið samspil ólíkra þátta sem varð þess valdandi að ófyrirséð niðurstaða fékkst í málið - svo notað sé smá stjórnmálamál :)

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 18:35

2 identicon

Ef þú getur ekki fullyrt neitt um aðstæðurnar þá geturðu ekki fullyrt að það hafi ekki verið vegna hálku sem hann fór útaf.

Joseph (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 18:45

3 identicon

Þetta er án efa ein klúðurslegasta bloggfærsla sem ég hef séð

Valli (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 18:54

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Davíð, ef að ökumaðurinn á báðum bílunum hefðu ekið miðað við akstursskilyrði þá hefði hvorugur bíllinn farið útaf og ef ökumenn beggja bíla hefðu verið vakandi á báðum þá hefðu báðir bílarnir haldið áfram en ekki annar endað útí skurði. Já já það getur verið flókið að keyra.

Jóseph, ég get fullyrt um aðstæður, það var hálka og einn ökumaður af þeim tugum sem fórum um Eyraveg fór útaf, það er ekki hálkunni að kenna.

Valli hvað er svona klúðurslegt, hjálpaðu mér að sjá það svo ég geti breytt til betri vegar, en það gerir hvorki þennan ökumann ekkert betri né þann sem reynir að koma sökinni á hálkuna hér í þessari frétt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.12.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvað sem öðru líður þá ætla ég að verja Högna...

Hvernig geri ég það??? Jú það er mjög einfallt og vitna ég í mína reynslu...

Það er ekki hægt að kenna árinni ef illur er ræðarinn... Ég hef lent í því að keyra útaf vegi og það var ekki hálkunni að kenna... Það var mér að kenna vegna þess að ég virti ekki það sem kallað er "akstur miðað við aðstæður"...

Ég er líka undanfarinn fjögur ár búinn að vera á naglalausum dekkjum yfir vetrartímann og ekki farið útaf vegi þeim tíma.

Ástæðuna tel ég að akstur var miðaður við aðstæður hverju sinni... Get bætt við að á þessum fjórum árum þá var ég að aka yfir fjallveg að vetri til hvern einasta dag til og frá vinnu (Borgarnes - Grundarfjörður).

Einusinni munaði litlu að illa færi en ég hélt stjórn á bifreyðinni og slapp við útafakstur, marga aðra sá ég hinsvegar utanvegar á þessum tíma.

Athugið að þarna tala ég um mig en ekki þennann ökumann sem fjallað er um í fréttinni. 

Nú veit ég heldur ekki um hvernig bifreyð (pickup) þessi var útbúin en ég veit að samskonar bifreyðar geta verið mjög varasamar í hálku hjá óreyndum sem reyndum ökumönnum.

Með kveðju og munið að haga akstri miðað við aðstæður, ekki gleyma stefnuljósunum heldur...

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 10.12.2009 kl. 19:44

6 identicon

Högni, það sem ég var nú að segja, með smá grínívafi reyndar, var það að þú getur ekki bara afskrifað hálkuna sem orsakavald, frekar en aksturslag, dekkjategund, ójöfnu á veginum eða eitthvað annað :)

Atvikið gat allt eins verið hinum ökumanninum að kenna, án þess að ég sé neitt að halda því fram að svo hafi verið.

Þú getur ekki bara tekið eitthvað eitt út og haldið því fram að akkúrat það hafi ekki haft neitt með þetta að gera. Eins og segir í fréttinni (skv. upplýsingum frá lögreglunni nb. ekki orð fréttamannsins) þá missti ökumaðurinn stjórnina vegna hálku - sem er væntanlega rétt, þó hálkan hafi ekki verið eina ástæðan. Hefði ekki verið hálka, þá hefði hann væntanlega ekki misst stjórnina. Við getum svo örugglega rifist endalaust um það hvað hafi verið aðalástæðan, hálkan, aksturslag, dekkjaval eða eitthvað annað :)

Það er ekki flókið að keyra, en það krefst vissulega smá samhæfni og símats á aðstæðum. Hugsanlega er það flókið í huga einhvers. Ég sagði hins vegar ekkert um það hvort akstur væri flókinn eða ekki ;)

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Davíð, ég er algerlega sammála þér, ég var að tala um fréttamennskuna eða öllu heldur frásögnina sem slíka og það er féttamaðurinn sem segir frá en eftir öðrum en svo er annað hvort að rétt sé eftir haft, ég samþykki aldrei að hálkan sé orsakavaldur ein og sér eða skyggni.

En ég var líka að hnikkja á nokkrum atriðum og þú bætir nokkrum við sem eiga klárlega rétt á sér í upptalningunni og svo eru óupptalin einhver ss. eins og veikindi, bilun, sígarettan komin í buxnastrenginn nú eða síminn of fastur við eyrað ofl.ofl.

Ég veit að þú saggðir ekki að akstur væri flókinn ég snéri "flókanum" yfir á aksturinn :) jú það er flókið að keyra og stundum bara asskoti flókið jeppar og pallbílar geta verið asskoti erfiðir í hálku og slabbi, en svo voru akstursskilyrði mjög vond í dag hálka sumstaðar og ekki annarstaðr +4°C og fljúgandi hálka sem sást ílla.

Ég er svona eins og leigubílstjórinn góði, ég keyrði trailerbíla í um 15 ár nánast alltaf átt jeppa og er núna á pallbíl og keyri töluvert mikið svo ég er að tala af smá reynslu og því miður Þá verða svona óhöpp einmitt fyrir einhverskonar vanmat og svo taka nú fleiri en ég sénsa, en við þökkum fyrir að ekki urðu slys og þess vegna má líka "snúa saltinu í sárinu"

Nei nei Davíð við rífumst ekkert og vorum alls ekkert að því, heldur að spá í atvik sem varð og við viljum læra af sem flestu og þarna var tækifæri til þess.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.12.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband