27.12.2009 | 23:20
Kæru Alþingismenn og Herra Forseti Íslands
Þið eigið ekki landið, þið eigið ekki ríkissjóð, við þjóðin erum ekki ykkar þrælar, þið eruð fulltrúar okkar á alþingi og þangað send af okkur til að sinna þeim störfum sem til falla þar og með þeim hætti sem þið sjálf söggðust mundu gera í síðustu kosningabaráttu og ekki síst eftir lögum um dreingskap og sannfæringu en ekki eiginhagsmunum ykkar, vina og vandamanna eða valdagræðgi.
Nú hefur þing verið hreint með ólíkindum frá síðustu kosningum, þið hafið hagað ykkur eins og fífl, verandi að eiga heita að vera orðin fullorðin, þið skiptið ykkur í tvo hópa algerlega eftir línum flokks og annara hagsmunaeigenda en gáið ekkert að hagsmunum þjóðarinnar, nákvæmlega ekki neitt. Það getur ekki verið eðli svo stórs máls sem Icesave er og annarra erlendra skuldavandamála að þingmenn skiptist í tvennt eftir flokkslínum, í svo stóru máli eiga þingmenn þjóðarinnar að setjast saman niður og finna á því leysannlegann flöt og leggja til hliðar hroka og heimsku.
Það voru nokkrir enstaklingar sem ollu þessu tjóni og það er gjörsamlega ólíðandi að nokkrir þingmenn komi því alfarið á fjölskyldurnar í landinu án þess að við fáum nokkuð um það að segja eða vita og það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar þegnanna sem ykkur kusum að þið anið ekki að neinu sem ekki verður bætt og að við verðum upplýst um alla þætti málsins fyrir atkvæðagreiðslu um málið.
Það hlýtur að vera krafa okkar kjósenda að þið þingmenn sem hafið sýnt okkur þann hroka og þá fyrirlitningu að ætla að binda okkur skuldaklyfjum, án þess að þið takið neitt annað til greina enn eigin hagsmuni og án þess að þið notið neitt annað en ykkar dæmalausu heimsku til að taka ákvarðannir eftir, sýnið af ykkur þann drengskap að segja af ykkur tafarlaust og efna til kosninga.
Herra forseti þú getur ekki verið svo skyni skroppinn að sjá ekki að þingheimur er ekki að ráða við verkefnið og þú hlýtur að sjá það að skynsamlegast í stöðunni er að leysa upp þing og setja starfsstjórn eða svokallaða neyðarstjórn þar sem enginn kemur að sem komið hefur að pólitík og eða á neinna annara hagsmuna að gæta og allra síst einhver vinur ykkar þinn eða alþingismanna.
Alþingismenn og Forseti sýnið af ykkur manndóm og hættið að bulla um að hitt og þetta svo hræðilegt gerist eða það er ekki önnur leið til, þið vitið betur.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
loathor
-
axelthor
-
baldvinj
-
kaffi
-
virtualdori
-
folkerfifl
-
gebbo
-
neytendatalsmadur
-
stjornarskrain
-
gudni-is
-
sannleikur
-
zumann
-
gunnarggg
-
tudarinn
-
hallgrimurg
-
helena
-
810
-
ringarinn
-
ingabesta
-
jonaa
-
fiski
-
nonniblogg
-
jonvalurjensson
-
kolbrunb
-
ksh
-
krist
-
lindagisla
-
wonderwoman
-
altice
-
korntop
-
noosus
-
magnusthor
-
martasmarta
-
svarthamar
-
framtid
-
sigurdursig
-
siggisig
-
stjornlagathing
-
lehamzdr
-
svanurkari
-
svavarthai
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
vincentvega
-
sailor
-
olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 82461
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr, algörlega sammála.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:32
Svo sammála þér Högni ...
Kolbrún (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.