29.1.2008 | 16:58
Afhverju ekki bara 1+1
Umferð og umferðarmannvirki hafa verið mér mjög hugleikin og ekki síður ökukennsla, ég hef verið mikill áhugamaður um tvöföldun Suðurlandsvegar og hrökk í einhvert ástand sem kallaði á viðbröggð af minni hálfu, ég veit ekki afhverju, þegar ég las í Dagskránni 10. jan.sl.viðtal við fullorðinn mann í Þorlákshöfn sem taldi því allt til foráttu að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður.
Ég velti fyrir mér, heldur fólk að Hvergerðingar, Selfyssingar og Þorlákshafnarbúar séu þeir einu sem nota Suðurlandsveg ?
Hvað um það ég ætla að hafa þennan pistil hér líka en hann kom í Dagskránni í liðinni viku.
Mér hefði aldrei dottið í hug að fullorðinn maður færi að tala á móti slíkum samgöngubótum sem tvöföldun Suðurlandsvegar verður, en svo kom í ljós að maðurinn er Þorlákshafnabúi og er að öfundast útí aðra Sunnlendinga í öngum sínum af ótta yfir því að Þrengslavegur verði þá hugsanlega í fjársvelti.
Við sem höfum keyrt Suðurlandsveg lengur en frá 2002 vitum að umferðin hefur aukist verulega á undanförnum árum um hann og það sem meira er að hún hefur aukist verulega núna á síðustu misserum og kemur til með að aukast enn meira á komandi misserum, umferðin á milli Hveragerðis og Selfoss er orðin mun meiri núna en hóflegt þykir á erlendum mælikvörðum fyrir einbreiðan þjóðveg og mun meiri nú en við viljum hafa á vegi sem er svo mjór að víða þætti hann góður reiðhjólastígur, um þennann veg fara börnin okkar til og frá skóla og vinnu hvern einasta virkann dag og við foreldrarnir einnig.
Góð bót var af mislægum vegamótum við Þrengslavegamót, en Vegagerð ríkissins réði ekki við að gera það mannvirki á besta stað né heldur á besta hátt, því þegar Suðurlandsvegur yrði tvöfaldaður yrði að byggja aðra brú og verða þá ein tvíbreið brú og önnur þríbreið, þetta er ekki mannvirki til þess að monta, hvorki sig né aðra af. Stóð kannski aldrei til hjá yfirmönnum Vegagerðarinnar að Suðurlandsvegur yrði tvöfaldaður, eru yfirmenn vegagerðarinnar svo staðnaðir að þeir sjá ekki fjölgun fólksins og eða þennan mikkla umferðarþunga sem eykst daglega.
Talandi um sparnað og þess vegna ekki að byggja 2+2 veg þar sem umferðarþunginn vex veldivexti daglega, afhverju ekki að sýna rándýra nísku í verki og hafa veginn 1+1 með flottu víravirki á milli svo ekki verði framanáákeyrsla, afhverju þessir 2 þarna, dettur eingum af þeim mönnum í hug, sem vilja einhverra hluta vegna ekki sjá boðlegt mannvirki um Suðurland, að þær umferðatafir sem eru vegna 2+1 vegar kosta og eða hringtorgaaðdáendur hafa þeir aldrei velt fyrir sér hvað það kostar þegar allri þessari orku er fleigt við að hægja á og auka svo aftur hraðann eða mengunin við það eða dekkjaslit sem svo aftur kostar orku.
Reykjanesbrautin er ekki öll tætt enda á milli, svo er búið að framkvæma þar mikið að það stórsér á tölu banaslysa á þeirri leið og þó er verkið ekki búið, auðvitað tekur tíma að framkvæma svo stórt verk, en það vitum við sem viljum vita það að það þarf ekki að taka langann tíma að ljúka undirbúnigsvinnu, ágætt væri ef Hvergerðingar væru ekki að draga lappirnar með umsögn til Vegagerðarinnar, því að sjálfsögðu á vegurinn að liggja neðar í Ölfusinu en núverandi vegur liggur og það þarf ekki öll þessi mislægu vegamót á kaflann milli Hveragerðis og Selfoss og við vitum það líka að efað menn vilja þá tekur ekki langann tíma að hanna veginn og bjóða hann út og setja svo á hann þau tímatakmörk að verkið verði unnið á ásættanlegum tíma.
Vegagerðin mælti með 2+1, Vegagerðin er bara ekki í þeirri stöðu að taka um það ákvörðun og ef að við skattgreiðendur krefjumst þess að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður þá hefur Vegagerðin bara ekkert um það að segja og það eru nú ekki mörg mannvirki sem vegagerðin hefur hannað og unnið eða látið vinna sem eru þess eðlis að ástæða sé til að monta þá af. Að sjálfsögðu heldur Rögnvaldur Jónsson því ennþá fram að 2+1 hefði verið skynsamlegast því að hann er staðnaður í hugmyndafræði vegagerðar og hann er búinn að segja börnum sínum og barnabörnum að það sé eina rétta leiðin og verður því að halda áfram að láta bera á sér, vitandi það að okkur fjölgar hraðar en tölur vegagerðarinnar gera ráð fyrir.
Það væri svo eftir öllu að menn færu að tefja framkvæmdir með því að fara að reikna út hvað það væri gáfulegt að gera göng undir svo eld og skjálftavirkt fjall sem Hengillssvæðið er allt, þó svo að Hellisheiði sé há þá eru Kambarnir ekki sérstakt vandamál.
Ef allir hefðu þagað þá er hætt á að Suðurlandsvegur hefði orðið 2+1 og tvöföldun svo ekki orðið fyrr enn 2+1 væri svo sprunginn að bara við það eitt að leggja utan á þann hrylling, sem væri bara dýrt, yrðu nokkur alvarleg slys vegna þrengsla og fjölda bíla, sem yrði bara dýrt.
Það er eitt sem við verðum að fara að átta okkur á, byggðin frá Borgarnesi og að Selfossi er að renna saman og því mjög mikilvægt að umrætt mannvirki verði lagt með framtíð í huga en ekki rándýra augnabliksnýsku.
Ég vil svo að lokum skora á afturhaldsseggi að halda sig bara við göngutúrana sína, þeir eru hollir bæði líkama og sál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.1.2008 | 17:27
Matargöt!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
21.1.2008 | 13:20
Uppfærsla frá Kærasta 7.0 til Eiginkona 1.0
Einhverjir, t.d. Marta smarta, hafa verið að velta fyrir sér tilgangi stóru heimilistölvunnar á heimilinu þegar flestir eiga orðið sína eigins fartölvu, en á meðan eru aðrir, eins og ég t.d. að reyna að bara að Nota tölvuna og skiptir þá engu hvert útlit eða umfang hennar er og þurfum við oftar en ekki að leyta aðstoðar barna okkar eða annara barna. Þessi samskipti fékk ég send í tölvupósti og kom því hingað yfir og þykist góður og langaði að deila með Mörtu og fleirum hve vandamálin geta verið misjöfn hjá okkur, þó svo að fólk eins og ég og þau hjón Jóna og Bretinn reynum að láta eins og við séum venjuleg - útá við.
Kæra tæknilega aðstoð:
Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0. Eftir að ég hafði
sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll önnur
forrit í tölvunni. Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á tölvunni,
vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að krefjandi
aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ forrit er mjög
illaþróað.
Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar mikið minni. Það er ómögulegt
að fá það til að víkja meðan ég nota mín uppáhaldsforrit. Gömul forrit eins
og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki
lengur. Það stóð ekkert um þetta í leiðbeiningunum fyrir forritið. Ég er að
íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki einu sinni vera
hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0. Getið þið hjálpað mér??
Kveðja, Ráðvilltur og Ráðþrota
Kæri RR,
Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en þetta
byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr Kærustu 7.0 í
Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé þjónustu- og
afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum. Eiginkona 1.0 er
stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú hefur sett það upp einu
sinni. Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0 eða Eiginkonu 2.0, en hafa
þá setið uppi með fleiri vandamál en með Eiginkona 1.0. Við mælum með því
að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að gera það besta úr því sem komið er. Þú
getur t.d. lesið allan kafla 6 í leiðbeiningunum, "Algengar villur".
Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á öllum
villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert er að
fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið
villuhreinsist og keyri eðlilega.
Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að íhuga
að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með Blómum
2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000. En þú mátt ekki undir neinum
kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi 3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki
þann hugbúnað og það myndi sennilega gera út af við tölvuna.
Með vinsemd og virðingu, Tæknileg Aðstoð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2008 | 23:43
Smá álag þessa daganna.
Ég er um þessar mundir að sinna klakinu sem er um það bil að ljúka, en yfir því er töluverð yfirlega og svo er ég í þorrablótsnefnd og að lesa sögu traktorsins á Úkrainísku og síðast en ekki síst þá er ég latur og allt þetta saman á sama tíma veit ekki á gott.
Þetta var sum sé ástæðan fyrir engum sögum eða öðru bulli hér á síðunni undanfarið og svo er ég jú alltaf að undirbúa mig undir framboð og því fylgir mikið athafnaleysi vegna hugsana - því betra er vit en strit.
Í kvöld var ég, í smá pásu frá traktornum, að lesa bloggvini mína og datt svo í hug í eirðarleysi mínu að reyna að koma myndum á síðuna og ætlaði að setja einhverja flotta mynd í hausinn, en svona endaði þetta nú ég kem ekki neinum myndum og er fullkomlega sáttur við útlitið þó svo að ég hafi nú litlu ráðið vegna kunnáttuleysis - en jú svona að mestu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.1.2008 | 12:53
Jóna orðin bloggvinur minn.
Ég er óskaplega upp með mér núna, því að þó svo að við Jóna höfum verið orðin vinir þá vorum við ekki orðin Bloggvinir og þurftum það ekkert endilega, enn í fyrradag byrtist á skjánum hjá mér einhver gluggi um að Jóna samþykkti mig sem Bloggvin en ég hafði ekkert óskað eftir því , enda kann ég það ekki og eru allir mínir Bloggvinir áunnir, nú ég gat ekki losað mig við gluggann nema klikka á OK og skömmu síðar er Jóna bara orðin Bloggvinur minn.
Mér finnst það ekkert smá að státa af henni á vinalista mínum og ekki á ég neina slorBloggvini fyrir, þó svo að ég tjái mig mismikið hjá þeim þá les ég þá, en eingin hefur gefið mér eins mikið og Jóna og aldrei hef ég tekið út eins mikinn þroska og á eins tuttum tíma og eftir að ég fór að lesa bloggið hennar, reyndar snertir Þórdís Tinna mig mjög djúpt, eingin hefur opnað augu mín eins mikið á eins stuttum tíma og Jóna um veröldina og raunveruleikann, þó verð ég að minnast á vin minn og frænda konunnar minnar Pál Haraldsson sem opnaði augu mín inná við í sjálfann mig, en hann tók á sig rögg og þá áhættu sem því fylgir að segja vini sínum að hann sé leiðinlegur, hann viti allt og geti allt og sé að öllu jöfnu mjög einsleitur í umræðuefni og er ég honum ævinlega þakklátur, ég fór að vinna í mínum málum og er enn eftir 30 ár að og þess vegna var ég móttækilegur fyrir því sem Jóna er að segja á sinni síðu, ég les líka síður fleiri foreldra og er þeim líka þakklátur að fá að kinnast þeirra reynslu.
Ég verð líka reiður og það oft, yfir því hvernig velferðarþjóðfélag virkar í raun, eftir að ég byrjaði að lesa þessar síður.
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.1.2008 | 20:20
Ég er sko kominn í nefnd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.12.2007 | 17:37
Hmm........
![]() |
Kjallarar víða fullir af vatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.12.2007 | 13:11
Enn einu sinni hleypur öfundsýkin í fólk...
Það má ekki heyrast af fólki sem á sér þau áhugamál að fara á fjöll og sinnir þeim, þá byrjar öfundin að sulla í því fólki sem þorir ekki að hreyfa sig eða heldur að sitt áhugamál sé Áhugamálið .
Það er ekkert sem bendir til þess að fólkið sé í vondum málum og það er ekki verið að leyta að því, eingöngu verið að fara því til aðstoðar.
Mun oftar eru útköll vegna þess að fólk fer, gjörsamlega ófært um það, um vegi landsins sem búið er að segja að séu lokaðir vegna veðurs og oftast á ekki að þurfa að segja því að leiðir séu lokaðar eins og t.d. Reykjanesbraut, Hellisheiði, Kjalarnes, Hafnarfjall ofl. leiðir, í snjóbil/hálku og vindi yfir 20m/sek. eða til að hlaupa á eftir grillum, trampolínum og þakplötum.
![]() |
Unnið við erfiðar aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.12.2007 | 21:33
Um áramót..........
Um áramót er sumra siður að setjast niður og fara yfir farinn veg og kannski að leggja einhverjar línur fyrir ókominn tíma.
Mér er efst í huga þakklæti, á árinu sem er að líða fékk ég næstum allt sem ég hafði óskað mér og hafði fyrir verið kominn í þá stöðu að eiga alveg nóg eins og heilbrigð og hraust börn og barnabarn, árið leið slysalaust og án stórveikinda eða annara stóráfalla.
Hér á blogginu kynntist ég góðu og skemmtilegu fólki sem ég hef haft mjög góð samskipti við og lært af þeim samskiptum, ég hef fengið að vera með í umræðu um hin ýmsu málefni og haft af því bæði gagn og gaman, þar hefur umferðin og samgöngumannvirki verið mér efst í huga og hef ákveðnar skoðannir í þeim málum, að mestu byggðar á reynslu og áhuga. Ég hef líka fengið að taka þátt í umræðu um fótbolta, reyndi meðal annars að telja Önnu trú um að Manchester United væri liðið sem hún ætti að halda með og bara ýmislegt gagnlegt og gagnslaust en skemmtilegt t.d. er ég kominn með hvolp frá Halla og Huld og gerfihnattadisk sem ég held að sé ættaður frá Hrönn.
Ég hef verið svo heppinn að hafa ratað inná nokkrar síður þar sem ég hef haft mjög gott af samskiptum t.d. fékk ég að vera með í leshring Mörtu smörtu með mjög skemmtilegu fólki og ég rambaði inná síður nokkura einstaklinga sem eru og hafa verið að berjast, fyrir lífi sínu, við íllvíga sjúkdóma og deilt reynslu sinni af æðruleysi með okkur og eins tókst mér af einskærri heppni að rápa inná síður nokkurra foreldra sem eru að deila með mér og fleirum reynslu sinni af baráttu, við kerfið aðallega, eftir að hafa eignast börn sem hafa einhver frávik og passa ekki í staðalmynd og á meðan fólkið er að læra að lifa með börnum sínum sem eru misjafnlega fötluð þurfa þau líka að læra að lifa með því að vera í stríði við kerfið og það ekki sjaldnar en á hverju ári. Minn áhugi vaknaði þegar ég fór inn á síðu Jónu sem segir svo skemmtilega frá lífi hennar fjölskyldu, en Ian hennar hefur í mínum huga eignast hillu og mér finnst ég vera að upplifa hvern sigurinn af öðrum hjá honum í gegnum hennar frásagnir og ég tek út þroska um leið, fyrir hafði ég ekki gert mér grein fyrir hvernig það er að vera með barn sem þarf svo mikkla hjálp sem mörg börn þurfa, þó er þetta mér mjög svo nærri eins og mjög mörgum sem svo eins og ég vita ekkert um eða allavega lítið, ég bara leiddi það hjá mér held ég, en núna fylgist ég betur með í kring um mig.
Ég þakka fyrir mig öll, takk fyrir að fá að vera með og fylgjast með baráttu ykkar og áhugamálum og þannig öðlast meiri þroska og innsæi í líf og raunveruleika annara en blettinn í kringum sjálfann mig.
Ég hlakka til að eiga með ykkur fleiri samskipti á komandi ári.
GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2007 | 21:23
Jólasveinninn er til...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
loathor
-
axelthor
-
baldvinj
-
kaffi
-
virtualdori
-
folkerfifl
-
gebbo
-
neytendatalsmadur
-
stjornarskrain
-
gudni-is
-
sannleikur
-
zumann
-
gunnarggg
-
tudarinn
-
hallgrimurg
-
helena
-
810
-
ringarinn
-
ingabesta
-
jonaa
-
fiski
-
nonniblogg
-
jonvalurjensson
-
kolbrunb
-
ksh
-
krist
-
lindagisla
-
wonderwoman
-
altice
-
korntop
-
noosus
-
magnusthor
-
martasmarta
-
svarthamar
-
framtid
-
sigurdursig
-
siggisig
-
stjornlagathing
-
lehamzdr
-
svanurkari
-
svavarthai
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
vincentvega
-
sailor
-
olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 82519
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar