Á Rio Tinto að ráða því?

Ég skil vel að rekstraraðilar vilji vita hver skatturinn á að vera þ.e. að hann er hluti af rekstrargjöldum fyrirtækis og gott að vita sem mest um þau, en er ekki nóg fyrir Rio Tinto að fara Fram á að ríkið eða Landsvirkjun tryggi þeim rafmagn á Rio Tinto að ráða því hvar er virkjað á Rio Tinto að ráða því að Búðarháls verði virkjuð frekar en einhver annar kostur og þá hvar verður virkjað næst?

Ég segi nei þau eiga ekkert með það að gera kröfu um hvaða virkun verði næst við eigum að ráða því sjálf


mbl.is Rio Tinto vill straumhækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Á Rio Tinto að ráða því hvar fyrirtækið fer í gífurlegar fjárfestingar og þá með hvaða formerkjum???

Já.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.6.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur. Það er Landsvirkjun eða eitthvert annað orkufyrirtæki, sem fjárfestir í orkuvinnsu fyrir þessa stækkun. Það kemur Rio Trinto ekkert við hvernig náð er í þá orku.

Sigurður M Grétarsson, 5.6.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ólafur, ég er sömu skoðunnar og Sigurður mér finnst Rio Tinto bara ekkert koma það við hvar er virkjað, það er nóg að ja t.d. ríkisstjórnin Iðnaðarráðherra þá líklega lofist til að útvega þeim rafmagn og þó svo að Iðnaðarráðherra gerði það með díselvélum þá kemur Rio Tinto það bara ekkert við, svo lengi sem þeir fá umsamið magn og á umsömdu verði.

Þegar við ja eða bara hvaða þjóð sem er, fer að láta einhver fyrirtæki ráða því hvar við virkjum þá er nú orðið asskoti langt gengið, en ætli Rio Tinto ráði þessu ekki bara ef að þeir vilja í gegnum alþjóða gjaldeyrissjóðinn, því gæti ég best trúað að Jóhanna og Steingrímur Joð séu þegar búin að skrifa undir eitthvað í þá veruna.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.6.2010 kl. 19:00

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þeir ráða því ekki - þetta er útúrsnúningur -

þeir ráða því hinsvegar hvað þeir telja ásættanlegt miðað við fjárfestingu sína - ef einhver telur að þetta fyrirtæki sé ekki orðið þokkalega vel að sér varðandi virkjunarkosti hér á landi og öryggi þeirra þá tel ég það vera misskilning.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.6.2010 kl. 03:49

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég skal viðurkenna að ég las ekki heimasíðu Rio Tinto en í fréttinni er það sagt beinlínis að þeir séu tilbúnir EF og þar með að Búðarhálsvirkjun verði að veruleika og sé þetta rétt Ólafur þá er það alls ekkert út úr snúningur að þeir hafa bara ekkert með það að gera hvar við virkjum og hvenær svo lengi að þeim sé tryggt það rafmagn sem um er samið, er það svo kók næst eiga þeir að ráða frá hvaða krana er skrúfað hjá vatnsveitunni, þeir réðu orðið annsi miklu niður í Bólivíu og ætli Rio Tinto komi ekki til með að ráða þessu í gegnum alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Þetta hefur bara ekkert með það að gera hvað þeir hjá Rio Tinto vita eða vita ekki þeir hafa bara ekkert með það að gera hvað viðgerum og eða í hvaða röð, í mínum huga er Rio Tinto bara fyrirtæki sem reynir hvað það getur til að skila hagnaði og það miklum og þeim er slétt sama hvað það kostar aðra.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.6.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband