Kallinn í lúðrasveitagallanum og Svanur Bjarnason í ?? Þeir sem ber ábyrgðina.

Ég hef margoft haft orð um Suðurlandsveg og ekki á ég enn orð í huga mínum sem gætu talist hlýleg til handa vegagerð ríkisins og eða Sýslumansins í Árnessýslu, ég hef haldið því fram að sýslumaðurinn hafi meiri áhuga á því að koma sér í fjölmiðlana en að koma skikki á vegi sýslunnar og umferð og ætla að bæt aðeins í.

Er Ólafur Helgi að segja að bíllinn sem fór aftaná hafi verið á yfir 90km/klst. ég efast um að svo hafi verið því að að öllu jöfnu er ekki farið mikið yfir 80km/klst. þarna, það þarf ekkert endilega meiri hraða en 70km/klst. ef að maður er ekki með bæði augun opin, til að henda bíl sem er svipað þungur og eða léttari en sá sem á ekur yfir á rangann vegarhelming og svo annað að á meðan fólk getur átt það á hættu að fá bíl framan á sig þá verða svona slys, svo enn og aftur 2+2 strax.

Fyrir um fjórum vikum var mikil umferðarhelgi og lét sýslumaður hafa það eftir sér að suðurlandsvegur bæri þessa umferð bara vel.

Núna þegar tiltölulega lítil umferð er á Suðurlandsvegi, sem er þó fyrir löngu orðin meiri en vegurinn ber, verður enn eitt slysið og enn einu sinni lýtur út fyrir að það sé mjög alvarlegt (þegar þetta er skrifað er ekki vitað hve alvarlegt) og allt sem sýslumaður segir er að minka verður hámarkshraðann á milli Hveragerðis og Selfoss.

Nei nei og eftur nei Ólafur Helgi Suðurlandsvegur ber ekki þessa umferð, nema jú að þú farir með hámarkshraðann  í 60 km/klst. en gættu að þú hefur ekki mannskap til að fylgja því eftir þeim er ekki að takast að halda í horfinu í dag hvað þá ef að fleiri staðir koma til þar sem gæta þarf betur og gættu að Ólafur vegakerfið á Suðurlandi er í skítasukki, það eru menn, gættu að fullorðnir menn sem eru á launum hjá mér og þér sem eiga að sjá til þess að vegirnir og umferðin sé í lagi en þeir sjást ekki, hvar eru þeir á daginn, Ólafur Helgi og Svanur Bjarnason hvar eru starfsmenn ykkar á daginn og eða þegar þeir eiga að vera að vinna?

Ég skora á ykkur Ólafur Helgi og Svanur Bjarnason að fara nú saman um vegi Suðurlands og kippiði með ykkur sýslumanninum a Hvolsvelli og skoða þá og ég skora á ykkur að gera starfsmenn ykkar beggja sýnilegri og ég skora á ykkur að sjá til þess að við sjáum eitthvað eftir þá og það annaðhvort núna eða strax.

Ég er reiður og spyr enn einu sinni, þarf maður að vera bjáni til að geta orðið yfirmaður eða eftirlitsmaður hjá vegagerðinni og er enn verið að nota kertaaðferðina við ráðningu lögreglumanna?


mbl.is Segir boltann nú hjá Vegagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Högni !

Þakka þér; afbragðs færzlu, sem hina, á undan. Hvar eru nú; spjallvinir þínir, hverjir af og til, skrifa hér hjá þér ? Yfirvalda ótti margra, er svo auðsær, að ég hygg, að allmargar rolurnar, sem halda hér úti síðum, en þora þó; enn, að skrifa um Britneyju Spíru - Amýu Vínhús, eða þá aðrar viðlíka, en rumska ekki, þegar strigakjafturinn ég, sem margir annarra, senda þessum valdhafa skröttum, hérlendis, þann, eina sanna tón, sem þeir eiga skilinn, af marggefnum tilefnum, sem þessu, meðal annars, Högni minn.   

Með beztu kveðjum, sem fyrr - að hálendismörkum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG hef alltof oft lent í krísu þarna einmitt vegna hraðaksturs annarra, er ekki að dæma þetta atvik, en margir eru sko úti að aka þegar þeir eiga að vera með hugann við verkið. Slys gerast því miður allt of oft og alls ekki alltaf á stærstu umferðadögunum, þá er oft eins og fólk sé að spá meira í hlutina.  En tvöföldun verður að koma strax engin spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 82268

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband