Í vinnuna með ljósmæðurnar.

Við eigum að ver að mótmæla en ekki ljósmæðurnar, þær eiga að vera í vinnunni. Ég legg til að ljósmæður loki verkfallinu og við hin förum í sali Alþingis, fjármála og heilbrigðisráðuneytin og setjumst þar upp þangað til að búið er að semja við þær.

Kröfur þeirra eru bara eðlilegar og þjóðin vill að kjörnir fulltrúar þeirra ss. Fjármálaráðherra og Heilbrigðisráðherra gangi til samninga við þær og það annaðhvort núna eða strax.

Ég er til í að fara og sitja einhversstaðar og eða vera einhversstaðar og berja á þeim sem ekki skilja alvöru málsins á meðan ljósmæður eru í vinnunni, því að sú staða sem upp er komin er grafalvarleg og helst er ég farinn að trúa að þeir ráðherrar sem með þessa málaflokka fara hafa ekkert verið viðriðnir meðgöngu eða fæðingar á einn hátt eða annan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þeir hafa sennilega fæðst inni hjá DÝRALÆKNINUM

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:57

2 identicon

Sæll; sem fyrr, Högni og aðrir skrifarar !

Um leið; og ég kref þig leiðréttinga;; ENN, á frumhlaupi þínu, að tengja mig, við sóðaskap Framsóknarflokksins, í síðustu færzlu þinni, vona ég, að þú sjáir; loks, hvers lags himpigimpi þú hefir stutt, hugmyndafræðilega, að undanförnu, sem er flokkur yfirdjöfla þessa samfélags, á Íslandi,, það er, Sjálfstæðisflokkurinn !!!

Með kveðjum samt; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 17:51

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ja ég var nú bara að benda á hann Kalla vin minn og okkar Óskar Helgi, sem sat með mér drykklanga stund yfir kaffibolla, rétt áður enn þið hjón komuð, en þar spjölluðum við Kalli einmitt um náttúruverndarsinna í fleirri en einni mynd.

Sjálfstæðisflokkinn styð ég enn þó svo að ég geri mér grein fyrir að hann geti seinnt gert öllum til geðs, aðallega vinum sínum og vandamönnum, enn hann mun hækka í áliti manna í kringum áramótin þegar hann losar sig við kyrrstöðuflokk samfylkingarfólks og tekur um borð frjálslinda og framókn og bætir í. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2008 kl. 20:22

4 identicon

Sæll; enn, Högni minn !

Afsakaðu;,....... þennan andskotans misskilning minn, ef þú mögulega getur, Högni. Það hlaut að vera, austfirzka þvermóðskan í Kalla, er söm við sig, að vanda.

Hins vegar; megi Sjálfstæðisflokkurinn fara niður í hyldýpi vítis, og aldrei ná, að skjóta upp aftur, frjálshyggju freðhaus sínum, Þá væri vel, í Íslands byggðum, Högni minn. Já; og ekki vera að hæla hinum andskotunum neitt heldur, eiga það ekki skilið, fremur.

Með beztu kveðjum, sem oftar, að hálendismörkum /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband