Hverjir eru þingmenn okkar Sunnlendinga?

Ég veit það ekki alveg fyrir víst,  en ég veit að ég er ekki einn um það, ég fór að velta fyrir mér hvaða fólk það er sem tekur laun fyrir að vera þingmenn Sunnlendinga og hef aðeins verið að spurja fólk í kringum mig og er engu nær þó spurði ég bara þó nokkuð marga, en tók þó eftir að almennt virðast sjálfstæðismenn vera í afneitunn og Samfylkingarfólk ringlað.

Fyrir Sjáfstæðisflokkin eru eftirtaldir taldir vera þingmenn Sunnlendinga: Árni M.Mathiesen, það er vitað að hann er dýralæknir og jú að hann reyndi að vera fjármálaráðherra meira vitum við ekki og ég þykist vita að hann veit jafn mikið um Suðurland og Sunnlendinga og við um hann, ég veit hvar Þykkvabær er ég er ekki viss um að hann viti það. Árni Johnsen, hann þekkjum við sunnlendingar á bílnum hans sem er merktur ÍSLAND í stað bílnúmers og sést oftar en ekki á ferðinni fram og til baka um Suðurland, virðist vera að vinna, árangur óþekktur,  þurfa þingmenn ekkert endilega að vera í þinginu á virkum dögum? Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir, þau eru óþekkt og virðist vera það sama með þau og einhverja Drífu Hjartardóttur en í nokkur ár kom af henni glansmynd innum lúgur Sunnlendinga fyrir kosningar og svo ekki meira, það kom svo í ljós þegar hún svo datt út af þingi að hún hafði verið þingmaður Sunnlendinga, er þetta fólk Sunnlendingar og ef hvar hefur það alið manninn og hvað hefur það verið að dunda sér?

Framsóknarflokkurinn er óþekkt stærð með öllu, en býst þó við að innan hans séu nú haldin tölvunámskeið og örugglega niðurgreidd úr ríkissjóði, býst ekki við öðru og þar er það nú svo að þó svo að einhverskonar prófkjör séu þar haldin, þá skipta úrslit engu máli og getur Helga Sigrún Harðardóttir haldið um það gott námskeið.

Vinstri Grænir halda að þjóðin vilji þau áfram sem þar hafa setið og kóað með sukkinu en eiga ekkert minni þátt í en aðrir þingmenn og ætla að stilla einhverjum lögmanni að sunnan í fyrsta sæti, eins og síðast, bíðum aðeins við síðast segja þau, er þessi maður búsettur á Suðurlandi? Það eina sem fólk vissi um hann, ef það þá vissi eitthvað um hann, var að sumt af því hafði einhverntímann fengið bréf frá lögfræðistofu Atla Gíslasonar, en við Sunnlendingar höfum nú ekki hrasað um hann neytt, en það er nú bara svipað farið á með þeim kumpánum dýralækninum og lögmanninum það er bara farið í framboð þar sem Flokkurinn vill að þeir séu.

Samfylkingin: Þennan Lúðvík Bergvinsson þekkjum við nú bara úr sjónvarpinu en nokkrir stungu uppá að eyjamenn hefðu bara sér þingmenn þá væri allt í lagi þó svo að einn og einn Lúðvík væri þarna einhversstaðar á leiðinni uppá land eða útí eyjar af eða á bæjarstjórnafund, Björgvin G. Sigurðsson, eftir nokkra eftirgrenslann virðist sem það sé guttinn sem sést í sjónvarpinu hlaupa upp og niður tröppurnar við stjórnarráðið í alltof litlum jakkafötum – gráum og jú einhverjir vissu að hann ku vera frá Skarði líklega í Skeiða og Gnúpverjahreppi og vera barnmargur maður, ég er viss um að hann heldur að búið sé að tvöfalda Suðurlandsveg eins og hann lofaði okkur að myndi verða gert.

Frjálslyndi Flokkurinn: Grétar Mar Jónsson, það er hald manna að hann óttist svo hafnarvogir að hann þori ekki framhjá Þorlákshöfn og viti því ekki að það er heilmikil byggð sem hann á að þjóna sem þingmaður, hér austur eftir öllu Suðurlandi.   

Og svo er það létt djobb að vera þingmaður að það ku ekki vera mikið mál að sinna öðrum djobbum ss. eins og bæjarstjórnarsetum og allskonar nefndarsetum og stjórnarsetum um hreint allann heim enn þó þurfa þeir að vera alltof margir og með aðstoðarmenn í ofanálag, það er víst til of mikils ætlast að þetta fólk vinni vinnuna sína eins og við hin, sem þá höfum ennþá vinnu yfirleitt.

Þið þingmenn Sunnlendinga sem voruð á bilinu 1.sæti til og með 5. sæti á listum flokkanna, sem ætti að leggja niður - alla, fyrir síðustu kosningar hér á Suðurlandi gerið okkur Sunnlendingum þann greiða að láta okkur í friði fyrir næstu kosningar og finnið ykkur eitthvað annað að gera, við viljum ykkur ekki - ekkert ykkar, við viljum nýtt fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Högni !

Þakka þér; fyrir síðast. Eins; og við komum inn á, gærdegis, má sannarlega skipta út þessu slekti öllu; hvert lítt hefir afrekað, hér um sveitir og bæi.

Ítreka samt; mikilvægi Grétars Mar, sem löndunarstjóra í Sandgerðishöfn, fyrir Ásmund sjómann, sem aðra kollega hans; ótvírætt. Þar er; og mun verða, heimavöllur Grétars, unz yfir líkur.

Kjartan og Kjalvegur. Þarf nokkuð annað; en að vitna til samgöngusögu komandi tíma, um alvarleg brigzl Kjartans, í þeim málum ?

Með beztu kveðjum; að hálendismörkum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allavega ekki nógu góðir eða margir, segi ekki meira.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 82287

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband