Veiðimálastofnun já

Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort að 12 fiska kvóti sé mikið eða lítið en menn eiga að skrá aflann það skiptir máli, við stofnavernd annarsvegar og svo hinsvegar þar sem sleppingar halda uppi veiðinni að uppgefnar aflatölur séu réttar svo hægt sé að vinna eftir þeim.

En hvað varðar Veiðimálastofnun þá tel ég hana vera vanhæfa til að gefa umsagnir hverskonar um veiði í laxveiðiám þar sem hún er þáttakandi eða í það minnsta áhorfandi að "laxastofnavernd" þeirra Laxeyrar og Lax-ár manna, en þeir hafa undan farin ár gjörsamlega nauðgað Íslenskum laxveiðiám með "sinni stofnavernd".

Sem dæmi má nefna að til voru í mesta lagi 35.000 gönguseiði til að sleppa í Tungufljót í Biskupstungum árið 2007, sem voru undan foreldrum úr Tungufljóti, en í Tungufljót fóru samt 75.000 gönguseiði árið 2007, stofnavernd? Maður spyr sig.

Þetta er stofnavernd þeirra Laxeyrar og Lax-ár manna og er unnin án afskipta veiðimálastofunnar sem veit þó allt um málið því að svo er hún innvinnkluð í fiskeldisstöðvarnar í Borgarfirði, óháð stofnun? Maður spyr sig..


mbl.is Virða ekki veiðikvóta í Fáskrúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband