Það er svo margt.....

sem ég skil ekki og eitt af því er, afhverju takast Íslenskir þingmenn á um Icesave málið, afhverju eru SF og VG að reyna að koma málinu í gegn á þeim forsendum einum saman að það liggur á, það er eins og ríkisstjórninni sé sama hvað málið kostar og svo hitt, eru stjórnarandstæðingar að þvæla málið eingöngu til að reyna að fella ríkisstjórnina eða þykir þeim það skipta meira máli að það sé skrifað undir samning sem getur staðið og svo ekki síst, þetta er ekki stjórnarfrumvarp, að ég held, svo afhverju ætti ríkisstjórnin að springa ef ekki tekst að gera ömurlegann samning við Englendinga og Hollendinga og það á "nýju drengjameti".
mbl.is Kolröng söguskýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil þetta ekki heldur og mér finnst reyndar að "söguskýringin" geti beðið það þarf að gera annað eins og stendur.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 13:22

2 identicon

Svona fer þegar fólk lýgur, það man ekki lengur hvenær það laug eða hverju.

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:36

3 identicon

Athyglisvert er að hluti af söguskýringunni snýr að Björgvin G. Sigurðssyni.  Mér segir svo hugur að margt fleira neikvætt fyrir land og þjóð eigi eftir að koma upp á borðið varðandi verk þess manns meðan hann var ráðherra.  Ekki er gott að segja á þessari stundu hvort var verra: "það sem hann gerði" eða "það sem hann gerði ekki"

Sofandaháttur Samfylkingarinnar frá vorinu 2007 til haustsins 2008 á vonandi eftir að koma betur í ljós við nánari söguskýringar síðar.  En sá flokkur ber mjög mikla ábyrgð með því að hafa ekki gert neitt í því að stöðva þá hringavitleysu sem í gangi var.  Skaðann hefði hæglega mátt lágmarka þó ég sé ekki að segja að ekki hefði komið til einhverskonar hruns með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:31

4 identicon

Heil og sæl; Högni - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Á daginn er að koma; að þessi illyrmis vinnubrögð, hver nú tíðkast, eru þáttur í alssherjar aðför heimsvaldasinnanna, í Washington og Brussel, að Íslandi, og íslenzkum hagsmunum, gott fólk.

Jón Óskarsson !

Vafalítið; kynnu færustu hugsuðir, að skrifa þykka doðranta, um hin myrku hugarfylgsni stráklingsins frá Skarði (í Eystri- Hrepp), Björgvins G. Sigurðssonar, í einhverri nálægri framtíð.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 82250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband