Notum tímann betur.

Ég býst við að lögbundin brunatrygging hafi verið sett á vegna þess að fólki hefur ofboðið það þegar fólk var að missa íbúðarhús sín í bruna eins er með viðlagatryggingu þ.e. að fólki hefur ofboðið að einstaklingar skyldu bera skaða einir og allann við að missa íbúðarhús sín að hluta til eða alveg af náttúruhamförum, hvort tveggja er að gerast núna í einum pakka og ekkert hægt að gera nema leggja meiri skatta á viðkomandi einstaklinga.

Það urðu efnahagslegar og manngerðar hamfarir sem urðu til þess að eignir fólks sem ekkert hafði með það að gera eru að brenna upp og það eina sem vinstri ríkisstjórn sum sé félagshyggju ríkisstjórn lætur sér detta í hug er að hækka skatta þess sama fólks, þetta er óskiljanlegt.

Það er mér með öllu óskiljanlegt að kjósendur Samfylkingarinnar og VG skuli ekki krefjast meira af sínu fólki, kannski vita þau sem er að það er ekki hægt að krefjast neins af þeim því að þau ráða ekki við verkefnið og það er allt í lagi því að þetta batnar svo svakalega þegar við erum komin í ESB og svo má ekki gleyma því að ef að þessi ríkisstjórn fer frá, sem hún vonandi gerir sem fyrst, þá kemst Sjálfstæðisflokkurinn að, ég er nú bara farinn að vonast eftir því að svo verði því að það er nákvæmlega ekkert að gerast hjá þessari ríkisstjórn sem teljast mætti gáfulegt og svo eru nú aðrir möguleikar í stöðunni en hann og við höfum greinilega nógann tíma í ekkert svo sniðugt gæti verið að nota tímann og efna til kosninga bæði forseta og alþingiskosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband