"stóra plottið" ?

Ég heyrði snemma í haust talað um að ISG myndi koma til baka í stjórnmálin að nýju, átti að gerast fyr í haust, en eitthvað hefur tafið, annaðhvort Icesave málið eða sem líklegra er að heilsan hefur ekki komið eins hratt til baka og vonir hennar stóðu til, en plottið átti að ganga út á að stuðningsfólk hennar innan SF mundi reyna með öllum tiltækum ráðum að koma Össuri og Jóhönnu frá og svo átti ISG að koma sem einhverskonar bjargvættur.

Nú virðist það vera að gerast þ.e. að hún er að undirbúa endurkomu sína, ætlar greinilega að sýna einhverskonar iðrun en mér sýnist það nú bara vera væmna typan af hroka, ég veit ekki hvort að ISG geti sýnt auðmýkt en kannski að "lægra sett" starfsfólk í Ráðhúsinu og öðrum stofnunum þar sem hún hefur haft með að gera geti sagt eitthvað til um það, mér skylst að þar sé einginn á þeirri skoðun að hún geti komið "niður" á sama plan og pupullinn, en í því samhengi er rétt að athuga að við eigum það til að setja fólk á stalla að þeim forspurðum og halda þeim þar.

En vonandi fer hún bara til Öse, allavega þá hljóta stjórnmálamenn að fara að athuga það að við viljum meiri endurnýjun en átti sér stað fyrir síðustu alþingiskosningar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilheyrir "reyndari" kynslóðinni og við vitum öll hverju reynslan skilaði.

Kjósendur SF og VG fariði nú að vakna og krefjast aðgerða annara en endalausra pólískra leikja eins og eru í gangi núna bæði með ISG og skýrslu rannsóknarnefndar alþingis sem ríkisstjórnarflokkarnir eru að ritskoða og fleiri barnalegra fíflaláta til þess eins að fela sitt og sinna.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Var lasin og reið á Borgarafundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Högni - æfinlega !

Dauflegar eru; undirtektir fólks (spjallvina þinna, meðtaldra - hér til hliðar, á síðu þinni), við ágætri - sem sannri grein þinni, hér að ofan.

Annars; virðist, sem þrek og þor Íslendinga, sé ört þverrandi - í hlutfalli við vaxandi yfirgang og ofríki; andskotans valdastéttarinnar.

Mig hlakkar; til þess, dags þá burgeisa hyskið fær að finna - hvað pundið kostar í því, nær almennilegar aðgerðir kynnu að hefjast, að nokkru.

Með beztu kveðjum; að hálendis mörkum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sælir félagar báðir.

Ég heyrði þetta plott líka í vor, en ég held að það verði ekkert af því nema ef ekki finnst annað leiðtogaefni hjá Samfylkingunni.  Reyndar er fátt um fína drætti í þeim efnum...

Axel Þór Kolbeinsson, 13.11.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband